Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR söngvana í nokkurs konar órímuð ljóð, en gerir sér far um að halda blæ frumkvæð- anna. Eru þýðingar hans blæfagrar, en mik- ils er á ljóð vant, er vant er fasts forms og ríms. Ætlun mín er sú, að höfundur bókar- innar hefði komizt lengra en hann gerir í því að líkja eftir frumkvæðunum, ef hann hefði sett sér það mark og lagt sig meir fram. Þykir mér hin fagra lokavísa bókar- innar, sem fullnægir öllum íslenzkum brag- reglum, benda til þess: Við brottför þína brugðu f jöllin lit, og blámi himins varð að mistri gráu, en ilmur hvarf af grænni smáragrund, því aldrei framar fer ég þín á vit í fremsta hvamminn, þar sem blómin smáu þoldu önn við okkar fyrsta fund. Sýnishorn írskra kvæða, er hann hefir birt áður á öðrum stöðum, staðfesta og þessa ætlun mína. Auðsætt er, að höfundur leggur mesta stund á hina fagurfræðilegu hlið bókarinn- ar. Hann ritar hreint og fallegt mál og efnisvalið er gert með skáldleg sjónarmið fyrir augum. Söngvaþýðingamar em marg- ar gullfallegar, þótt órímaðar séu. Þegar þessa sjónarmiðs er gætt, virðast hlutföllin milli sögu og skáldskapar vera nær réttu hófi. En ég hefði fyrir mitt leyti kosið meira af hvorutveggja. Þessi bók Hermanns um Suðureyjar er of lítil. Hér hefir hann að- eins gefið oss smjörþefinn af miklu og góðu efni, kveikt forvitnina, en ekki svalað henni nema að litlu leyti. Kannske hefir liann fundið þetta bezt sjálfur og af því stafi hin- ar endurteknu afsakanir hans fyrir það að liafa skrifað þessa bók, afsakanir, sem eru öldungis óþarfar og ekki lausar við að vera móðgandi við lesendur, ef ekki á þá að kalla þær broslegar. Nei, höfundur þarf sízt að afsaka þessa bók. Hún er prýðiverk, það sem hún nær. En ég vildi óska þess að mega, áður mörg ár líða, sjá frá hendi Hermanns Pálssonar stóra bók um Suðureyjar, þar sem víðtæk þekking hans og skáldlegir hæfileikar fengju notið sín á víðum grund- velli. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Bjömssonar, einkar snotur að ytra frá- gangi. Nokkrar myndir frá Suðureyjum prýða bókina. Guðni Jónsson. Hannes Pétursson: Kvæðabók Heimskringla 1955. AÐ sætir miklum tíðindum með lítilli en ljóðelskri þjóð, þegar fullþroskað og stórbrotið skáld kemur formálalaust inn í bókmenntimar. Sem betur fer gerast þvílík æfintýri endmm og eins. Hlýnaði ekki mörg- um Islendingi um hjartað við lestur kvæð- anna í fyrstu bók Einars Benediktssonar, á ámnum þegar nítjánda öldin var að kveðja? Hleypir skeiði hörðu / halur yfir ísa. / Glymja jám við jörðu, / jakar í spori rísa. Og svo kom tuttugasta öldin með „Söngva förumannsins", „Svartar fjaðrir" og fleira og fleira, og guð má vita, hvað hún tínir upp úr pokanum á allri sinni löngu leið. Verst, að maður verður annaðhvort dauður eða kalkaður um það bil sem hún hefir lokið sér af. Grunur lék á, að nýtt góðskáld væri á næsta leiti, áður en „Kvæðabók" Hannesar Péturssonar kom út. Menn höfðtt séð all- snotrum kvæðum bregða fyrir í tímaritum, sumum mjög eftirtektarverðum, en þá sögu er bezt að segja eins og hún gekk, að fæstir munu hafa áttað sig á því, hvað í vændum var, og samt eru nokkur kvæðanna, sem birzt höfðu, meðal hinna beztu í bókinni. Ég held ég viti, hvernig á þessu stendur, og skal koma að því síðar. 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.