Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 98
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Axlar-Björn, einhverja nærfærnustu sálar- lífslýsingu glæpamanns, sem ég minnist að hafa séð í bundnu máli, eða kvæðið um nunnuna eða Vísur eða ... eða ... Hér kem- ur eitt kvæðið úr miðkaflanum: Hinn rauða stein þú Juktir lófum mínum og sagðir: Mundu að geyma þennan grip og gæt hans vel í trúum höndum þínum. En nú, er gleymsku grafast okkar fundir. vildi ég sjá hann hverfa í hafsins djúp, svo hvergi vakni minning um þær stundir. Og margoft hef ég sagt: Ég læt hann sökkva. — Þá leiftrar hann í lófa mér svo skær að leggur rauðan bjarma um húmið dökkva. Og skin hans ljómar enn um okkar kynni; enn fer á sömu leið og löngum fyrr: ég lyk hann fast og þétt í hendi minni. Þannig myndu fleiri vilja kveðið hafa. Þórarinn Guðnason. Þorgeir Sveinbjarnarson: Vísur Bergþóru 1955. immtucur sundhallarforstjóri sendir frá sér ljóðabók í fyrsta sinn. Ég er ósjálf- rátt tortrygginn. Á nú að bjarga gömlu ljóðasafni frá glatkistunni ? Ég opna hókina með hálfum huga. En ekki hef ég lesið lengi, þegar ljóðin hrífa hug minn allan. Ég hætti ekki lestrinum fyrr en ég rek mig á hið aftara spjald, og svo byrja ég aftur fremst. Að lestri loknum fæ ég ekki betur séð en hér sé á ferðinni í senn ungt skáld og þó fullveðja. Ljóðin eru í senn fáguð og fersk. Þau eiga sér rætur í fornri íslenzkri ljóðhefð, en eru þó nýstárleg að gerð. „Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum." í fljólu bragði virðist Þorgeir einhæfur í vali yrkisefna: náttúran lífi gædd og mannlífið í endurspeglun náttúrunnar. Og ekki er þetta frumlegt yrkisefni. Samruni náttúru og mannlífs hefur verið ríkjandi cinkenni í íslenzkri ljóðagerð allt frá Egg- erti Ólafssyni, Bjarna Thorarensen og Jón- asi Hallgrímssyni til Einars Benediktssonar og lengur. En efnistökin hjá Þorgeiri eru ný og markviss, en þó framar öllu ljúf og mannleg. Það mætti benda á marga staði, þar sem Þorgeiri tekst vel þessi tvíhverfa lýsing náttúru og mannlífs. Fáein dæmi nægja: í Nýjahrauni: Okkar skógur er fjalldrapinn skakkur af því að skjóta herðum í rosann. Lækjarspjall: Læknum er fyrst líkt við dreyminn fermingardreng með bláma í aug- um og Helgakver undir hendi og sögu hans lýkur, þar sem hann Fer á fjörur við bárur, festir ráð sitt í hafi og sekkur. En bezt tekst máski þessi samleikur mann- lífs og náttúru í ljóðinu Við fallna bœinn: Álengdar stóð heiðin með hvassa brún og höfðingsenni, en mjúkan vanga. Hún horfði á, þegar blómin voru að læra að ganga og hló, þegar hvanngrænt tún einn góðan veðurdag kom keifandi upp í kjöltu henni. En vorið varir ekki að eilífu: En fyrr en varði kom haustið 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.