Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 98
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Axlar-Björn, einhverja nærfærnustu sálar-
lífslýsingu glæpamanns, sem ég minnist að
hafa séð í bundnu máli, eða kvæðið um
nunnuna eða Vísur eða ... eða ... Hér kem-
ur eitt kvæðið úr miðkaflanum:
Hinn rauða stein þú Juktir lófum mínum
og sagðir: Mundu að geyma þennan grip
og gæt hans vel í trúum höndum þínum.
En nú, er gleymsku grafast okkar fundir.
vildi ég sjá hann hverfa í hafsins djúp,
svo hvergi vakni minning um þær stundir.
Og margoft hef ég sagt: Ég læt hann
sökkva. —
Þá leiftrar hann í lófa mér svo skær
að leggur rauðan bjarma um húmið dökkva.
Og skin hans ljómar enn um okkar kynni;
enn fer á sömu leið og löngum fyrr:
ég lyk hann fast og þétt í hendi minni.
Þannig myndu fleiri vilja kveðið hafa.
Þórarinn Guðnason.
Þorgeir Sveinbjarnarson:
Vísur Bergþóru
1955.
immtucur sundhallarforstjóri sendir frá
sér ljóðabók í fyrsta sinn. Ég er ósjálf-
rátt tortrygginn. Á nú að bjarga gömlu
ljóðasafni frá glatkistunni ? Ég opna hókina
með hálfum huga. En ekki hef ég lesið
lengi, þegar ljóðin hrífa hug minn allan.
Ég hætti ekki lestrinum fyrr en ég rek mig
á hið aftara spjald, og svo byrja ég aftur
fremst. Að lestri loknum fæ ég ekki betur
séð en hér sé á ferðinni í senn ungt skáld
og þó fullveðja. Ljóðin eru í senn fáguð og
fersk. Þau eiga sér rætur í fornri íslenzkri
ljóðhefð, en eru þó nýstárleg að gerð.
„Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað
en forðum."
í fljólu bragði virðist Þorgeir einhæfur
í vali yrkisefna: náttúran lífi gædd og
mannlífið í endurspeglun náttúrunnar. Og
ekki er þetta frumlegt yrkisefni. Samruni
náttúru og mannlífs hefur verið ríkjandi
cinkenni í íslenzkri ljóðagerð allt frá Egg-
erti Ólafssyni, Bjarna Thorarensen og Jón-
asi Hallgrímssyni til Einars Benediktssonar
og lengur. En efnistökin hjá Þorgeiri eru ný
og markviss, en þó framar öllu ljúf og
mannleg. Það mætti benda á marga staði,
þar sem Þorgeiri tekst vel þessi tvíhverfa
lýsing náttúru og mannlífs. Fáein dæmi
nægja: í Nýjahrauni:
Okkar skógur er fjalldrapinn
skakkur af því
að skjóta herðum í rosann.
Lækjarspjall: Læknum er fyrst líkt við
dreyminn fermingardreng með bláma í aug-
um og Helgakver undir hendi og sögu hans
lýkur, þar sem hann
Fer á fjörur við bárur,
festir ráð sitt í hafi
og sekkur.
En bezt tekst máski þessi samleikur mann-
lífs og náttúru í ljóðinu Við fallna bœinn:
Álengdar stóð heiðin
með hvassa brún
og höfðingsenni,
en mjúkan vanga.
Hún horfði á,
þegar blómin
voru að læra að ganga
og hló,
þegar hvanngrænt tún
einn góðan veðurdag
kom keifandi
upp í kjöltu henni.
En vorið varir ekki að eilífu:
En fyrr en varði kom haustið
88