Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ur þúfu af þúfu í votlendri mýri. Rím er af skomum skammti og ekki notað rímsins vegna, heldur ljóffsins vegna. Hér þarf eng- inn „Stalín" að vera „rimsins vegna í peysu frá prjónastofunni Malín“. Kvæffin eru mjög ljóðræn, og ljóðúðin hvorki leysist upp í hversdagslega frásögn né stirðnar í fastmótuðu rími. Ég fæ ekki betur séð en í ljóðum þessum hafi tekizt góðar sættir milli efnis og forms. Hið ís- lenzka ljóðform fær hér nýjan sveigjanleik, sem veldur því, að hið „póetiska líf“ ljóðs- ins verður ekki fyrir hnjaski. Þar sem ég vænti fastlega annarrar ljóða- bókar frá Þorgeiri, langar mig að koma með nokkrar ábendingar, án þess að ég ætli mér þá dul að segja lxonum fyrir verkum: Her- leiðing og Á íslenzkri heiði eru góð Ijóð og væri æskilegt að fá fleiri slík. Það er per- sónuleg skoðun mín, að Þorgeir ætti að velja meira af tímabundnum yrkisefnum úr vandamálum og atburðum líðandi stundar. Smekkvísi hans er slík, að lítil hætta er á að hann geri þau of hversdagsleg án þess þó að vera alltof hátíðlegur. Glettni hans og kímni mundu njóta sín vel í slíkum ljóffum. A ljóðum Þorgeirs er mjög íslenzkur blær og líkingar í samræmi við það, þó fionst mér bregða út af því á einstaka stað. í ljóð- inu Yjir heiðina byrja tvö fyrstu erindin á ljóðlínunni: Það hlógu gaukar á trjánum. Væri myndin ekki íslenzkari, ef í staðinn kæmi t. d. Glatt sungu þrestir á greinum? Hins vegar er gaman að veggjaða endarím- inu í jöfnu vísuorðunum í þessu ljóði. Á einum stað er talað um að bros fari i hátt- inn. Er það ekki fullhversdagsleg líking. Og að lokum ein spurning: Ætti ekki ljóð- inu Kvöld í dalnurn að ljúka á bls. 57? Djúpt liggja rætur íslenzkrar ljóðagerðar og enn ber hún fagra sprota. Ljóð Þorgeirs Sveinbjarnarsonar valda því, að íslenzkum ljóðvinum er nú léttara í skapi. Helgi ]. Halldórsson. íslenzk rit síðari alda: 6. bindi, Munnmœlasögur 17. ald- ar. Bjarni Einarsson bjó til prent- unar. Rvík 1955. 2. flokkur. Ljósprentanir. 1. bindi, Kvœðabók úr Vigur, AM 148, 8vo, A: Ljósprentaður texti, B: Inngangur eftir Jón Helgason. Kaupmannahöfn 1955. Hið íslenzka íræðafélag í Kaupmanna- höfn hóf fyrir nokkrum árum útgáfu nýs ritsafns sem nefnist íslenzk rit síðari alda. Ætlunin er aff birta í því eingöngu rit frá 16.—18. öld og gera útgáfumar þannig úr garði að þær séu í senn læsilegar fróðleiksfúsum almenningi og fulltraustar undirstöðuútgáfur til fræðilegra nota. Rit þau sem út hafa komið í safni þessu eru til margra hluta nytsamleg, en ekki skal því neitað að heldur lítið hefur borið á þeim í bókaflóði síðustu ára. Ritdómarar blaða hafa ekki eytt á þær miklu púðri, — fæstar þeirra hafa yfirleitt verið nefndar — þó að ófáum ritum hafi verið hælt upp í hástert í löngum ritdómum sem miklu síður áttu það skilið að öllu leyti. Þetta er engin ný bóla í íslenzkri bókagagnrýni, því að allt of sjald- an er þar gert nógu rækilega upp á milli þess sem vel er unnið eða af lítilli kunnáttu og enn minni vandvirkni. Fyrri bókin sem nefnd er nér að ofan, Munnmælasögur 17. aldar, er safn elztu upp- skrifta íslenzkra þjóðsagna. Sögumar em skráðar á 17. öld og á fyrstu ámm 18. aldar, þær elztu nær tveimur öldum áður en þeir Magnús Grímsson og Jón Ámason hófu söfnunarstarfsemi sína. Flestar em sögumar skráðar af tveimur mönnum, Jóni Eggerts- syni og Áma Magnússyni, eða á vegum hins síðarnefnda. Hvomgur þessara manna leit á þjóðsögur sömu augum og tíðkaðist á 19. 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.