Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 101
UMSAGNIR UM BÆKUR öld og síðar, heldur söfnuðu þeir hvor um sig sögum úr sérstökum flokkum og af sér- stökum ástæðum. Jón slægist einkum eftir sögum af „margfróðum klerkum og fremur meinlitlum galdraglettingum þeirra“, eins og útgefandi segir, enda skiljanlegt að hann hafi viljað draga taum galdramanna, þar sem hann var sjálfur kærður fyrir galdur og hefur vafalítið fengizt eitthvað við kukl. Ámi Magnússon hefur aftur á móti einkum leitað eftir sögum sem áttu að gerast í fom- öld, og tengdar eru persónum úr fomsögum; svo er t. d. um sögur þær um Sæmund fróða sem hann hefur tínt saman; hins vegar hef- ur hann einnig látið skrifa upp handa sér fáein hrein ævintýri. Má ætla að hann hafi viljað halda þessum sögum til haga framar öllu í þeim tilgangi að forða frá glötun hverjum fróðleiksmola sem snerti fomöld Islendinga. Hitt er vitað mál að Ámi hafði megnustu fyrirlitningu á aliri hjátrú og hindurvitni, og era um það nægir vitnis- burðir frá hans hendi. Þó að sögur þessar gefi því ekki rétta mynd af þeim grúa þjóðsagna sem gengið hefur í munnmælum á 17. öld, eru þær hin- ar merkustu fyrir allar rannsóknir á íslenzk- um þjóðsögum. Utgefandinn, Bjami lektor Einarsson, hefur skrifað mjög ýtarlegan inngang að útgáfunni, þar sem er saman kominn mikill fróðleikur um sjálfar sög- urnar, aðrar gerðir þeirra raktar bæði í ís- lenzkum söguni og erlendum, lýst þróun þeirra og upptökum. Er þetta hið þarfasta verk og gagnlegasta öllum þeim sem þjóð- sögum sinna og fróðlegt öllum öðrum les- endum. Enn fremur hefur Bjami ritað all- rækilega uin Jón Eggertsson, einkum um ritstörf hans og þá þætti úr ævi hans sem komu þeim við, en um Jón hefur sama sem ekkert verið skrifað að gagni áður. Allur inngangurinn ber vott um mikla vandvirkni og nákvæmni engu síður en staðgóða þekk- ingu á efninu. Meginið af sögunum sem hér birtast hafa að vísu komizt á prent í einhverri mynd áður, en flestar þeirra verið fremur illa gefnar út, og sumar næsta brenglaðar. Er því mikill fengur að fá þær loks í nákvæmri textaútgáfu, svo að ekki er lengur um að villast hvernig frá þeim var gengið í fyrstu, enda finnur hver sem smekk hefur á máli að tungutak þessa texta ber óspjallaðan svip sinnar aldar. Síðari bókin sem nefnd var í upphafi, Kvæðabók úr Vigur, er merkileg nýjung í útgáfustarfsemi íslenzkra rita frá síðari öld- um. Þetta er langstærsta handrit íslenzkt frá 17. öld sem ljósprentað hefur verið (það helzta sem áður hefur verið gert af því tagi eru ljósprentanir á passíusálmahandriti Hallgríms Péturssonar og uppskrift Jóns Erlendssonar á Islendingabók). Bókin er nú 332 blöð að stærð og hefur að geyma allskonar skáldskap, fornan og nýjan, sem mönnum hefur þótt eign í á 17. öld; þó eru þar hvorki fomkvæði né rímur. Handritið er eitt þeirra mörgu bóka sem skrifaðar voru undir handarjaðri Magnúsar Jónssonar hins digra í Vigur (1637—1702), en hann var einn mesti bókasafnari sinnar tíðar á fslandi. Bókasöfnun hans var með þeim sérstæða hætti að hann safnaði að sér sögum og kveðskap og lét skrifa það upp lianda sér, og skrifaði jafnvel sumt sjálfur, ])ó að ekki þyrfti hann að horfa í kostnað við að borga skrifurum, því að hann var auðugur niaður. í inngangi sínum telur Jón Hrlgason tuttugu stór handrit sem vitað er með vissu að Magnús hefur látið skrifa, en auk þess eru allmörg fleiri sem sennilegt er að runnin séu frá honum, og vafalítið niá telja að eitthvað hafi glatazt með öllu. Magnús hafði ýmsa menn til að skrifa fyrir sig, enda kemur það glöggt í ljós í Kvæða- bókinni, þar sem á henni era tólf skrifara- hendur, en af þeim munu tvær vera rithend- 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.