Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 102
TIMARIT MALS OG MENNINGAR ur Magnúsar sjálfs. Virðist mér Jón Helga- son hafa fært að því gild rök að svo sé, þó að telja megi með fádæmum að sami maður skrifi tvær samkynja rithendur. En hvað sem því líður þá er í þessari bók ákjósan- legt tækifæri til að kynnast margvíslegum rithöndum frá síðari helmingi 17. aldar, og mun Jiað koma mörgum að lialdi til saman- burðar við önnur handrit svo og við æfingar í lestri. Inngangur Jóns Helgasonar er í alla staði til fyrirmyndar um það hvernig lýsa skal handriti í slíkri útgáfu. Þar er fyrst almenn- ur kafli um uppskriftarstarfsemi Magnúsar, síðan kemur vandleg lýsing á handritinu sjálfu, arkaskiptingu, ritliöndum, vestfirzk- um málseinkennum skrifaranna (sem raun- ar ber furðu lítið á), ferii handritsins og sögu. Síðan er rakið efni handritsins, og er það lengsti kafli inngangsins. Þar er gerð grein fyrir hverju efnisatriði, hvar prentað sé ef út er gefið, vísað til annarra handrita af sömu textum, rakinn uppruni ef ekki liggur í augum uppi, o. s. frv. Er þar að finna margvíslegan fróðleik sem hér verður ekki talinn. Öllu þessu er þjappað saman af mikilli sparsemi, gjörhreinsað af öllum málalengingum og vangaveltum, en allar staðreyndir tíndar til með frábærri ná- kvæmni og vandvirkni. Er það vel að Jón hefur sett öðrum mönnum þetta eftirdæmi, þó að fáir muni eftir leika um sinn. Einhver mun nú ef til vill spyrja: Til hvers er verið að ljósprenta svona handrit? Sum af rökunum felast í því sem þegar hef- ur verið sagt um bókina, en því má bæta við, að þótt efni þessa handrits yrði allt gefið út á prent (sem reyndar mun seint), þá er engu síður mikils vert að bókin sjálf sé aðgengi- leg í heilu lagi fleiri mönnum en þeim sem eiga þess kost að handfjalla frumritið. Það er hvorttveggja að þessi bók, efnisval henn- ar og samsetning, er menningarsöguleg heimild, sem ekki verður metin til fulls nema hægt sé að skoða hana í einu lagi, og eins hitt að fyrir allan textasamanburð er ómetanlegt að eiga greiðan aðgang að svo stóru og fjölbreyttu safnriti sem þessi bók er. Vonandi á Fræðafélagið eftir að gefa út fleiri slíkar ljósprentanir, en það mun fara nokkuð eftir þeim viðtökum sem þessi bók fær hjá íslenzkum lesendum. J.B. Ólafur Davíðsson: Ég læt allt fjúka Sendibréf og dagbókarbrot frá skólaárunum. Finnur Sigmunds- son bjó til prentunar. ísafoldar- prentsmiðja h.f. Rvík 1955. Bók þessi hefir að geyma bréf Olafs fræðimanns Davíðssonar til föður hans frá árunum 1877, er hann hóf nám í iatínu- skólanum 15 ára gamall, til 1895, er hann hafði dvalizt á annan áratug í Kaupmanna- höfn við nám og fræðastörf, og enn fremur dagbók Ólafs, er hann hélt, þó með sleitum, árin 1881—82 í Reykjavík og Kaupmanna- höfn. Hefir Finnur landsbókavörður Sig- mundsson annazt útgáfu rits þessa af vand- virkni og smekkvísi, gefið bréfunum ein- kunnarorð, sem tekin eru úr bréfunum sjálf- um, og ritað stuttan efnisinngang að hverju bréfi og fáeinar skýringar ásamt nafnaskrá við allt ritið. Að ytra búningi er einnig vel snoturlega frá bókinni gengið. Ólafur Davíðsson var einn hinn vísasti maður á þjóðleg fræði um sína daga, þá er Jón Ámason leið. Hann safnaði þjóðsögum hvaðanæfa og lét eftir sig mikið safn af þeim. Að vísu var það ekki $ð sama skapi frumlegt sem það var mikið að vöxtum, því að Ólafur safnaði einnig úr óprentuðum söfnum annarra, svo sem Jóns Árnasonar, Gísla Konráðssonar og margra fleiri. Margt var þó, sem hann skráði sjálfur og bjargaði 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.