Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 103
UMSAGNIR UM BÆKUR
frá glötun. Merkasta rit hans mun þó jafnan
verða talið íslenzkar gátur, skemmtanir.
vikivakar og þulur, er bókmenntafélagið gaf
út fyrir aldamótin. Þar í safnaði Jón Áma-
son þó gátunum og sá um útgáfu þeirra.
Eftir Ólaf liggja margar greinar og ritgerð-
ir aðrar um þjóðleg efni, og mun þeirra
mest bók hans um Galdur og galdramál á
Islandi, sem Sögufélagið gaf út fyrir nokkr-
um ámm. Raunar stundaði Ólafur ekki ís-
lenzk fræði að háskólanámi, þótt margfróð-
ur og afkastamikill væri á því sviði, heldur
stundaði hann náttúnifræði og varð þar
einnig liðtækur vel, einkum í grasafræði,
en aldrei lauk hann háskólaprófi í þeirri
grein eða annarri.
Bréf Ólafs til föður hans og dagbókar-
br-otin, sem nú em út komin, lvsa höfundin-
um að mörgu leyti betur en unnt væri að
gera á annan veg. Hann kynnir sig í bréfum
þessum sem hreinskilinn, opinskáan og góð-
an dreng, sem játar tíðum breyskleika sinn
og reynir að þekkja og skilja sjálfan sig.
Margir menn, sem urðu síðar þjóðkunnir,
koma við söguna, skólabræður Ólafs og
ýmsir aðrir, og er margt, sem af þeim segir,
fróðlegt og skemmtilegt, sumt ef til vill
með þeim hætti, að kyrrt mætti liggja. En
hvað um það. Ekki verður við öllu séð. Ilitt
er miklu meira, sem gleður lesandann, en
það, sem hneykslar. Um Ólaf Davíðsson
sjálfan eru bréfin og dagbókin frábær heim-
ild. Helzt býður mér þó í hug, að verðleikar
hans komi eigi nægilega skýrt fram sökum
hlédrægni hans og hæversku. En um gáfur
hans og dugnað við nám og vinnu, þá er
hann tók á því, eru mörg vitni samtíðar-
manna hans og vina, enda eru þar til jar-
tegna verk hans sjálfs.
Finnur landsbókavörður hefir þegar unn-
ið þarft verk með smekldegri útgáfu ýmissa
bréfasafna. Væri óskanda, að það starf
hans væri ekki enn um enda gert. Slík rit
virðast vinsæl af almenningi. Vér þurfum
að hafa mikið af góðum, þjóðlegum bókum
á boðstólum. Þá hverfa hinar sjálfkrafa í
skuggann. GuSni Jónsson.
Sigurbjörn Einarsson:
Albert Schweitzer
Bókaútgáfan Setberg.
Reykjavík 1955.
in þeirra mörgu bóka, sem út voru gefn-
ar fyrir síðastliðin jól, er ævisaga hins
víðkunna mannvinar, Alberts Schweitzers.
Sigurbjörn Einarsson prófessor hefur ritað
bókina og að sjálfsögðu byggt hana á beztu
heimildum, ritum Schweitzers sjálfs. Er
bókin ágætlega rituð, sem vænta mátti, enda
er höfundur hennar kunnur að því að vera
með allra ritfærustu mönnum þessa lands
og ágætlega menntaður guðfræðingur.
Schweitzer er fyrir flestra hluta sakir
óvenjulegur maður. Vinnuþrek hans og gáf-
ur eru með afbrigðum, enda eru afköst hans
undraverð. Hann er svo fjölhæfur að hann
virðist leggja gjörva hönd á alla skapaða
hluti. Hann er afkastamikill rithöfundur í
guðfræði, snilldar tónfræðingur og heims-
frægur organleikari, einnig stórmerkur
læknir, og vinnur svo mikil afrek á hverju
einu af þessum sviðum að það eitt gæti
bjargað minningu hans.
En þó er enn ótalið það í fari hans, sem
meira er en allt þetta: hin mikla fómfýsi
hans og mannást. Það eru þessir eiginleik-
ar sem gera hann að einskonar dýrlingi,
enda er líklegt að það hafi vakað fyrir
Sigurbirni, er hann ritaði ævisögu hans, að
laða menn til að taka þann dýrðlega mann
sér til fyrirmyndar.
Bókin er girnileg til lestrar af mörgum
ástæðum. Hún er ágætlega samin, hún flyt-
ur lesandanum margvíslegan fróðleik og
hún gefur innsýn í þróun þess furðulega
manns er hún f jallar um.
93