Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 106
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lega staðreynd. Þegar haft er í huga að hér er átt við skáld smæstu þjóðar heimsins, höfund sem ritar á tungu sem í hæsta lagi hundrað og áttatíu þúsundir skilja af tug- miljónum læsra íbúa heimsins, verður þetta lygasögu líkast. Sænski Laxnessþýðandinn og bókmennta- fræðingurinn Peter Hallberg er, eins og kunnugt er, að rita tveggja binda verk um skáldskap og ævi Halldórs Laxness. Og um það leyti sem Halldór hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels, kom út í Noregi bók um skáldskap hans — bók sem „upphaflega var rituð sem aðalverkefni við embættispróf", eins og segir í formála. Ivar Eskeland, höf- undur bókarinnar, mun vera ungur bók- menntafræðingur, og — samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið — einn fær- asti íslenzkumaður í Noregi, núlifandi. Það er skemmst frá að segja að það er mikill fengur að bók hans. Eskeland hefur greinilega lagt mikla vinnu í að kynna sér allt sem að verkefninu laut, viðað að sér þekkingu úr ýmsum áttum, bæði um sögu íslendinga sem nauðsynlegan bakgrunn skáldsagna Halldórs, og eins allt sem ritað hefur verið um skáldverkin sjálf, auk þess sem hann hefur að sjálfsögðu lesið allar bækur hans, stórar sem smáar, niður í kjöl- inn. Markmið Eskelands er — eins og undir- titillinn ber með sér — að leita að mannin- um bak við skáldskapinn og þeim siðgæðis- legu sjónarmiðum sem eru aflgjafi hans, fremur en að beina kastljósinu að tæknileg- um atriðum eins og stíl og listformi. Með því að velja sér þetta markmið umfram önn- ur, hefur Eskeland tekizt að þjappa efninu til heildar um sjálfan kjarnann í skáldskap Halldórs: við sjáum hiifundinn og verk hans í einni sjónhendingu, ef svo má segja, án þess neitt beri á milli. Bók hans er ekki meira en tíu arkir, og þó saknar aðdáandi Halldórs einskis af því sem honum finnst máli skipta. Þvert á móti: Ég held að mynd hans hafi aldrei verið dregin jafn skýrt. Brautryðjandaverk Peters Hallbergs er að sjálfsögðu ítarlegra, unnið af vísindalegri nákvæmni. Hallberg leitast við að safna á einn stað öllu sem hugsanlegt er að geti veitt upplýsingar um þróunarsögu Halldórs sem skálds, varðveitt hverja hugsveiflu hans frá gleymsku. Bók hans verður gagnmerk heimild fyrir bókmenntafræðinga en tæp- lega alþýðulesning: aukaatriðin vilja glepja. Bók Eskelands er hinsvegar hnitmið- uð og einföld. Með næmum skilningi á innstu kvikunni í skáldskap Halldórs bend- ir hann á þá eiginleika sem mestu máli skipta, og gerir það þannig að lesandinn lokar bókinni þakklátum huga. Meðan við íslendingar eigum ekki sjálfir fullgildar bókmenntir um skáldskap Hall- dórs Kiljans Laxness á þessi bók ívars Eskelands brýnt erindi við okkur. Hannes Sigfússon. 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.