Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 108
ORÐSENDING
til umboðsmanna og félagsmanna
Bókaflokkar Máls og menningar hafa nú komið út í fjögur ár
með fjölbreyttu úrvali af bókum eftir íslenzka og erlenda höfunda,
boðnir félagsmönnum með hagstæðustu kjörum og þeir hafa mátt
velja um bækur úr flokkunum að smekk hvers og eins.
Revnsla þessara fjögurra ára sýnir, að bækurnar hafa ekki selzt
i nógu háu upplagi til að standa undir síhækkandi kostnaði með
svo lágu verði. Ef verið hefði 200—300 eintaka meiri sala á flokk-
unum í heild stæði útgáfan á traustum grundvelli.
Mál og menning neyðist því framvegis til að hækka verðið á
bókunum, ef útgáfan á að halda áfram, einnig verðið á eldri bóka-
flokkunum þremur.
Aður en sú verðhækkun fer fram, viljum við þó gefa félags-
mönnum kost á að fá bókaflokkana á sama verði og áður enn um
skeið, eða jram til 15. maí í vor. Eftir það njóta félagsmenn ekki
sérkjara lengur á þrem fyrstu flokkunum, heldur verða að greiða
venjulegt bókhlöðuverð fyrir bækurnar, en það er á sumum þeirra
allt að helmingi hærra.
Við treystum umboðsmönnum á hverjum stað til að gera fé-
lagsmönnum kunnugt um þessa ákvörðun, og viljum við um leið
benda félagsmönnum á að nota tímann fram til 15. maí til að
útvega sér bækur úr flokkunum áður en þær hækka í verði. Allar
pantanir félagsmanna sem komnar verða til umboðsmanna eða
Bókahúðar Máls og menningar, Reykjavík, fyrir 15. maí verða
afgreiddar á lága verðinu, meðan upplög endast.
MÁL OG MENNING
PRENTSMIÐJAN HOLAR HF