Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 10
Bréf til Maju
jrá Þórbergi Þórðarsyni
Reykjavík, 27. janúar 1957.
Háeðalborna, æruprýdda, geníala öðlingsfrú!
Nú segi ég góðan dag! eins og ég sagði forðum tíða, þegar ég mætti döm-
unni á Kóngsins nýjatorgi. Síðan eru 27 ár og hér um bil 7 mánuðir.
Ég þakka þér bréfið. Mikið er það merkilegt, að við skulum bæði hafa
haft sömu orðin, og svona engu lík orð, um aldurinn á mæðrum okkar. To
genier — to genialiteter. Þú ættir að halda áfram endurminningum þínum. Þú
mundir segja skemmtilega frá mörgum fígúrum, sem þú hefur kynnzt á þinni
ævivegferð, og þeirra rangli á lífsins mjóu og breiðu vegum, og gleymdu
ekki breiðu vegunum.
Ég gæti trúað að dómar fólks um þessa Steina mína verði upp og niður.
Þeim mun finnast fátt um, sem engan allífshljóm bera í brjóstum sínum, geta
ekki talað við hús, kýr, steina og rautt síðsömarstungl, en eru allir upp á
hrossalega viðburði, og mitt óbóklega, einfalda mál og minn yfirlætislausi,
ljúfi stíll mun birtast þeim eins og morgunroðinn blindum manni. Hinir vona
ég að kunni að meta þessa bók. Ýmsum mun finnast sumt Iangt í sér. Ég valdi
á milli þeirra, sem lesa til að fræðast, og hinna, sem lesa sér til skemmtunar,
og það varð úr, að ég kaus þá fyrri mér til sálufélags.
Hér hefur okkur uppáfallið ískyggileg mæða. Ytri helmingur gangsins í
íbúð okkar hefur fyllzt af draugum, penar sagt eilífðarverum. Þetta hefur
orðið Margréti mjög til ama, þegar hún gerir sínar kaffireisur fram í eldhús
á næturnar, því að „verða öflgari allir á nóttum dauðir draugar en um daga
ljósa“. Ekkert heyrir hún, og sjaldan sér hún, en hún segist jimma, að þarna
sé þykkt fyrir af óboðnum kumpánum, og Kristinn nábúi okkar, maður
rammskyggn og frómur, segist oft sjá þennan þokulýð hér í stigunum og
fyrir utan dyrnar hjá sér, en þó meira við hurðina hjá okkur.
88