Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 11
BRÉF TIL MAJU
Runólfur var fenginn til að hreinsa þetta burt úr ganginum, og það kost-
aði hann áflog, talaði hann úr eilífðinni á næsta fundi hjá Hafsteini, og gat
þó ekki þrifið nógu vel til í það skiptið. Þá fann Margrét þynnast fyrir í gang-
inum, áður en hún vissi, að Runólfur hefði nokkuð að hafzt. En eftir fáar
vikur þykknaði aftur, en hefur nú þynnzt á nýjan leik. Máski Runólfur hafi
gert aðra atrennu.
Ég verð einskis var og hef þó oft sofið með höfuðið inni í draug, sam-
kvæmt nákvæmri staðsetningu fimm skyggnra manna, einn dönsk kona, hér
öllu ókunn. Það leikur líka grunur á, að þetta sæki fremur eftir nábúð við
Margréti en samfélagi við mig. Margrét hefur sem sé miðilsgáfu tvímælalaust,
og frá slíku fólki kvað stafa Ijós nokkurt inn í rökkur undirheima. Ástandið
er svipað og þegar flugur sækja að lampaljósi í skuggsýnu.
En eilífðarverurnar hafa slæmt af þessu hangsi í göngum og skotum síldar-
plansins. Ég hef gengið hér aftur og fram um ganginn með fyrirvitkomandi
þankaeinbeitingu. En það virðist ekki bera meiri árangur en að reyna að
koma viti fyrir menn hér í heimi. Sama þokan, heimskan, fáfræðin og for-
herðingin bæði þar og hér.
Ég er að segja við Margréti, að við eigum að taka upp aðferðina, sem oft
gafst vel í gamla daga, að fá okkur sópl og hýða ganginn hátt og lágt á
kvöldin og steypa rösklega úr koppunum yfir gólf og veggi með tilheyrandi
munnsöfnuði. En þá er það málningin á veggjunum, teppið á gólfinu, skít-
sælt í litum sínum, og þefurinn, ef gestir koma.
Það illa verður stundum að reka út með illu. Það er einn af heimsins
skammtávegkomleikum. Hvernig var ekki með Þorstein Sigurðsson kennara,
ágætan mann, gæddan mikilli miðilsgáfu og djúpu dulvitranaskyni, þann
hinn sama, sem heyrði hljóðin á Seltjarnarnesi, að hverju ég hef sveigt i
digti mínu um þá næðingasömu hálfeyju.
Þorsteinn átti um eitt skeið heima á Akureyri, enda Eyfirðingur að ætt og
uppruna. Þá féll maður fyrir þeirri tegund heimsku að drekkja sér í Akur-
eyrarpolli. Hann sótti fast að Þorsteini eftir viðskilnað líkamanna, svo að
hann fékk ekki sofið á nóttum. Þorsteinn greip til formúlu spíritista og dul-
spekinga og upphóf heitar bænagerðir fyrir astralplanssúkses hins vansæla
sjálfsmorðingja. En hann sótti því fastar að Þorsteini. Loks var það eina
nótt, þegar hann leitaði ákaft á Þorstein, að hann brast þolinmæðina og
89