Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR innan um og saman við fjölstefnuaksturinn. Hans lífsólán hélt sína innreið, þegar hann féll frá Tesunum. Svo snarborulega kúvendingu hefur ekkert sál- arskip þolað án þess að híða ævilangt tjón á máttarviðum sínum. Við höfum verið kunningjar síðan vorið 1916, þegar ég sagði honum ofurlítið til í íslenzku undir stúdentspróf, í stofu Jónatans. Samt sem áður hefur Júnesen gert mér mest illt af öllum mönnum. Ég las yfir fyrir hann handritið að Bókinni um dyggðina og veginn og síðan próförk. Litlu seinna kemur heim til mín í pósti, að mér algerlega óvörum, tilkynning frá lands- bankanum, að Júnesen hefði borgað upp skuld mína við bankann. Þá small botninn úr minni jarðlífshugsjónatilveru, eins og íslendingar í Kanada myndu komast að orði, og ég sat eftir í botnlausu tómi. Skuldin var það eina, sem ég hafði til að lifa fyrir, það eina, sem gaf lífi mínu tilgang, mín einasta lífshugsjón, minn eini lífsstímúlans. Ég elskaði hana, og ég hafði ásett mér að halda henni við hægt deyjandi makt á meðan ég lifði, með því að borga af henni 50 krónur á ári. Þá mundi standast á endum líf okkar beggja. Síðan hefur líf mitt verið 100% tilgangslaust. Júnesen hefur gert mér aðra glennu, þó ekki eins drepandi og skuldar- morðið. Hann er sem sé eini maður í heimi, segi og skrifa skíruni stöfum eini maðurinn, sem ég hef haft áhrif á. Árið 1918, þegar hann kom heim frá Kaupmannahöfn, lotinn í herðum og lítt rólfær eftir ævintýrið í Rutsche- banen, fór ég að vekja hann til áhuga á yogavísindunum og léði honum Den personlige magnetisme. Merkilegt nokk og aldrei þessu vant, þá féll þetta litla fræ ekki í grýtta jörð. Fáum vikum seinna gekk Júnesen eins og Hannes Hafliðason og sprækur í spori. Af þessum lágsvæðum yoga sté hann hægt og hægt upp til hinna andlegri vísinda, sem hann hefur stúderað meira eða minna alla tíð síðan í bland með fjölstefnuakstrinum. Fyrir þessar stúderingar hafa honum áunnizt ýmsar skil- vitlegar og yfirskilvitlegar náðargáfur, svo sem mýkt Bjarna Jenssonar í göngulagi, transfall, fjarskynjunargáfa, sjúkdómsgreiningaskyn, lækninga- kraftur og heitir og kaldir pústrar hér og þar á líkamann. Ennfremur hafa honurn opnazt farvegir upp til háþróaðra vitsmunavera, til dæmis kínverska spekingsins og Arabans og órofa sambands við systur konungsins í vestrinu, að þeirri mannlegu náttúru ógleymdri, að ég, sem kom þessari veltu af stað, er nú kallaður lærisveinninn. 92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.