Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 20
GUÐMUNDURBOÐVARSSON
Noregsvísur
„Ei heíur heggur alið sér blóm í runni",
— ungt er þaS vor er Noreg ég augum leiði,
niðji þess fólks er flýði í sorg og reiði
ílaumdal og sogn þess lands er það heitast unni.
Söknuður bundinn í bergmólum sagnar og ljóða
birtist sem rísi þar minning úr fyrnskunnar dvala:
hágöngurið milli djúpra íorsæludala,
dimmsvalar tjarnir í furuskóginum hljóða.
Orðug var leiðin til eylandsins vestur í sænum,
örðug til frelsis er leiðin, nú eins og forðum,
nú eins og þá er eitt að fórna því orðum
annað að skipta á Kaldbak og akrinum grænum.
Koma sem vogrek utan af aldanna flóði
upphöf og dulramir þættir gamalla sagna,
heyri ég óma við eyru og heimkynnum fagna
orðskvið úr goðspá, hending úr víkingaljóði.
Fögnuð og harma fornra liðinna daga
finn ég kringum mig streyma og yfir mér hrannast,
arfheilög geymd minnar ættar við varðgnúpa kannast
útey og straumey, líðandisnes og skaga.
Heiðmarkaland, í hjarta mér finn ég gróa
heimkomugleði flóttamannanna horfnu.
— Ástríkan dag í ættlandi mínu fornu
uni ég þyti hinna langþráðu skóga.
98