Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 25
EUGENE O’NEILL hann enga ástæðu til að skipta um hlutverk svo árum skipti, enda var hann þá orðinn svo gjörsamlega samgróinn gervinu, að það var vandkvæðum bundið að greina hann og greifann að. Síðar sannfærðist hann um að hafa valið ranga leið. Hann fann, að fégræðgi hafði ekki aðeins blindað dómgreind hans, held- ur var hann líka búinn að sitja sig úr færi að komast í röð snjöllustu Shakespeare- leikara samtímans, en það mun honum hafa þótt sárast, og sonur hans minnist þess að hann var fullur eftirsjár og trega. „Þetta varð til þess, að ég ákvað að láta aldrei fara fyrir mér eins og honum, föður mínum. Ég var ráðinn í því að láta aldrei veraldarauð og gengi hafa saurgandi áhrif á list mína.“ Svörnustu óvinir hans hafa jafnvel orðið að viðurkenna, að hann hafi aldrei látið bil- bug á sér finna í þeim efnum. Um menntaferil Eugenes O’ Neill er það að segja, að hann var fyrst settur í kaþólsk- an heimavistarskóla við Hudsonfljót, síðar í De la Salle-stofnunina, frægan herskóla í New York. Árið 1902 settist hann aftur á skólabekk í Bells-akademíunni, sem í þann mund var einn helzti unglingaskólinn í Nýja Englandi. Er hann var brautskráður þaðan 1906 fór hann beina leið til Prince- ton háskólans. Fyrsta skólamisseri O’ Neills þar komust margar furðulegar. sögur á loft um óreglu hans og ölæði. Eftir því sem þessar sögur herma, á hann að hafa verið rekinn úr skóla fyrir að hafa brotið rúðu með bjórflösku í húsi Wood- rows Wilsons, þáverandi rektors háskólans. En sannleikurinn er hvorki eins skáldlegur né skemmtilegur. Rúða var að vísu brotin, en ekki í húsi rektorsins heldur í húsi stöðvarstjórans í Princeton, og vopnið, sem Eugene notaði var ekki bjórflaska heldur múrsteinn, sem hann ætlaði að kasta í grimman, geltandi rakka, er gætti húss stöðvarstjórans. Þótt 0’ Neill væri að vísu fús til að viðurkenna, að hann liafi um nokkurra ára skeið verið lítill hófsmaður á áfenga drykki, þá fannst honum samt, að óregla hans og óhóf hafi löngum verið orð- um aukin, eins og reyndar oft vill verða. „Ég hafði miklar mætur á Wilson, og mér hefði þess vegna aldrei dottið í hug að gera slíkt og annað eins, jafnvel þó ég hefði verið búinn að drekka frá mér alla skyn- semi og skynjun.“ Sökum skemmdarverka á húsi stöðvar- stjórans, óreglu og stopullar tímasóknar, þar eð háskólakennurum er heimilt að hafa hliðsjón af tímasókn nemenda við einkunna- gjöf, var Eugene að lokum felldur í öllum námsgreinum og vísað burt úr skóla. Brott- rcksturinn var honum fremur fagnaðarefni en hitt, því að í rauninni var hann ákaflega lítið gefinn fyrir þurrt og leiðinlegt lang- skólanám. Frá Princeton fór hann til New York, þar sem hann fyrir atbeina foreldra sinna fékk einkaritarastöðu hjá fyrirtæki, sem faðir hans átti hluta í. Þann tíma, sem Eugene vann þar, stundaði hann samkvæmislíf borg- arinnar af meira kappi og áhuga en vinn- una, þótt hann vanrækti hana ekki bein- línis. Ásamt bróður sínum, James, sem var 10 árum eldri og þar af leiðandi verald- arvanari og fleiri bnútum kunnugur á Man- hattan, kynntist Eugene næturlífi heims- borgarinnar í öllum sínum margbreytileik og ólíku myndum allt frá Broadway til Bo- wery. Þeir bræður voru ekki heldur sjaldséðir gestir í helztu leikhúsum á Broadway, enda fengu þeir víðast hvar ókeypis aðgang. Þótt 0’ Neill hefði ekki enn hugboð um, að hann ætti eftir að gera leikritun að ævistarfi, naut liann samt fyllilega þeirra stunda, sem hann sat á leikhúsbekk. Skáldsögur og ævintýri Dumas og Victors Ifugos, sem Eugene hafði lesið sér til af- þreyingar í unglingaskóla, höfðu fyllt huga 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.