Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 29
EUGENE O’NEILL
muldraði hrœðilegar bölbœnir niður í
bringu sér ... Okkur stóð líka stuggur aj
honum. Hann jór svo mikið einjörum. Hann
var ekki árennilegur. En ejtir skamma við-
kynningu komumst við að því, að undir
ygldu yjirbragði hans bjó einlœg hlýja og
ríkur mannkœrleikur
Þegar námskeiði Bakers prófessors var
lokið, hélt O’ Neill aftur til New York og
tók lítið herbergi á leigu niðri í Green-
wich Village. Þegar hann sat ekki við
skriftir, vandi hann mjög komur sínar á öl-
krár, einkum á The Working Girls’ Home
og Gull Svaninn. í Vítisholunni, sem Gull
Svanurinn hét öðru nafni, var oft mikill
glaumur og gleðskapur, því að þar sátu öll-
um stundum á málþingi ungir listamenn og
hávær skáld, sem kenndu sig við Green-
wich Village og kölluðu sig því The Green-
wich Villagers.
Fyrir hlédrægni sakir var 0’ Neill að-
eins málkunnugur nokkrum þeirra, en hins
vegar tókst varanlegri kunningsskapur með
honum og borgarbófum nokkrum, sem
kenndu sig við Hudsonfljótið og kölluðu sig
The Hudson Dusters og voru tíðir gestir í
Vítisholunni.
0’ Neill dvaldi í Greenwich Village þang-
að til 1916. Þaðan fluttist hann til Province-
town. Þar komst hann brátt í kynni við
listafólk úr fámennum, en völdum leik-
flokki, er hafði sýningar á sumrin í litlu
leikhúsi niður við höfnina, sem kallað var
Ilafnarleikhúsið og rúmaði aðeins níutíu
manns í sæti. Formaður félagsins, George
Cram Cook, var ekki einungis gáfaður og
framsýnn leikhúsmaður heldur einnig
kröfuharður og hugaður hugsjónamaður,
sem hafði óbeit á úreltum leikvenjum og
glysbrag þeim og prjáli, sem einkenndi svo
mjög leikstarfsemi flestra stærri leikhúsa
á Broadway á þeim tímum. Jafnskjótt og
Cook frétti, að 0’ Neill ætti fjölmörg leik-
rit í handriti í fórum sínum, bauð hann
honm að koma með eitt þeirra og lesa það
fyrir sig og samstarfsmenn sína. 0’ Neill
valdi Á leið austur til Cardiff, en brast
kjark til að lesa það, þegar á átti að herða.
Einhver úr flokki Cooks hljóp þá í skarðið
fyrir hann, og þessi átakanlegi harmleikur
um örlög og ævi farmanna hreif félagsmenn
svo, að það var umsvifalaust tekið til við
æfingar. Nokkrum vikum síðar var leikur-
inn frumsýndur, og markaði sú sýning tíma-
mót í lífi höfundar, enda var Á leið austur
til Cardiff, fyrsti sjónleikur 0’ Neills, sem
leikinn var á sviði fyrir fullu húsi áhorf-
enda.
I endurminningum sínum hefur Susan
Glaspell lýst frumsýningu þessari á þessa
leið: „Hajið hejur reynzt Eugene 0’ Neill
tryggur vinur. Það sveik hann ekki heldur
á þessari stundu. Þar var þoka úti eins og
átti að vera í leiknum, og öðru hvoru heyrð-
ist í þokulúðri niður við höjnina. Það var
háflóð og skvampið og gjáljrið í öldunum
við bryggjustólpana, sem leikhúsið stóð á,
gaj ekki einungis síðustu orðum hins deyj-
andi sjómanns aukið gildi heldur hój líka
leikinn allan upp í æðra veldi, enda gátum
við lxeyrt unaðslegan undirleik hajsins und-
ir jótum okkar og jafnvel jundið sjávarseltu
í sjáljum salnum á meðan á sýningunni
stóð. Það er ekki ojmœlt að segja, að
bryggjan gamla hafi leikið á reiðiskjálfi,
því að svo kröjtugt var lójaklappið í leiks-
lok.“ Það var ekki nóg, að O’Neill væri
höfundur leiksins heldur fór liann líka
með hlutverk stýrimannsins, að vísu ekki
stórt hlutverk, en hann sagði þó eina setn-
ingu, alllanga.
Þetta sama sumar voru fjölmargir ein-
þáttungar eftir aðra unga höfunda, sem
dvöldu sumarlangt í Provincetown, settir á
svið Hafnarleikhússins. Viðleitni þessara
ungu listamanna var svo vel tekið af al-
menningi í Provincetown, að þeir fluttu
bækistöðvar síðan þaðan og til New York,
107