Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR en þeir kenndu sig samt við Provincetown og kölluðu sig the Provincetown Players eða Provincetown leikararnir. Þeir tóku tígulsteinahús á leigu í McDouglasgötu og breyttu því á skömmum tíma í lítið leikhús, sem 0’ Neill skýrði og gaf nafnið The Play- wrights’ Theatre eða Leikskáldahúsið. Ein- hverju sinni, er borin var fram tillaga í leikhúsráði að taka verk Tsókovs til svn- ingar, lagðist O’Neill eindregið gegn því, þar sem hann taldi það stríða gegn stofn- skrá og markmiði félagsins að kynna al- menningi sjónleiki erlendra höfunda, hversu ágætir sem þeir kynnu annars að vera, og var þá alveg horfið frá því ráði fyr- ir hans orð. A leið austur til Cardiff var meðal fyrstu verkanna, sem félagið sýndi í nóvembermánuði 1916. Fyrir morgunverð, annar einþáttungur eftir 0’ Neill var svo leikinn mánuði síðar. Fyrir morgunverð er í rauninni ekki annað en látlaus reiðilestur, sem kvenskass eitt ætlar manni sínum að tjaldabaki, og endar á því, að eiginmaður- inn sker sig á háls utan sviðs um leið og liann gefur frá sér langt, kæft kokhljóð. 0’ Neill lék eiginmanninn og endaði þar með leikferill hans. Upp úr 1920 fóru jafnt glöggskyggnir leikhúsmenn sem listunnandi menntamenn að gefa 0’ Neill gaum fyrir alvöru. Það fór jafnvel gott orð af listgáfum hans meðal óhrifgjarnra listamanna og vandlátra gagn- rýnenda í Greenwich Village. Flestir gerðu sér glæstar vonir um framtíð hans sem leik- skálds, en þó að hann væri í góðu áliti í Greenwich Village, undi hann sér samt bet- ur á Cape Cod (Þorskahöfða). Þar hafði hann búið í tvö ár með Agnes Boulton, smá- sagnaböfundi. Með þessari konu átti bann tvö börn, Shane og Oonu. Hjónaband þeirra endaði með skilnaði 1929. Árið 1920 reyndist 0’ Neill gæfuríkt ár, því að þá fékk hann þá beztu viðurkenn- ingu, sem bandarískum leikritahöfundi get- ur hlotnazt, honum voru veitt Pulitzer- verðlaunin fyrir leikritið Ilandan við sjón- hringinn. Þetta var ekki einungis fyrsti stóri sjónleikurinn eftir hann, sem settur var á svið, heldur var það líka í fyrsta skipti, sem gestum Broadwaylcikhúsanna gafst tækifæri til að kynnast þessum unga og umtalaða höfundi. Leikurinn var frum- sýndur þann 2. febrúar 1920 í Morosco- leikhúsinu. Það kom sér vel fyrir skuldugan mann að fá 1000 dollara úr Pulitzer-sjóðnum og upp frá því voru fjármál lítið áhyggjuefni fyrir 0’ Neill, en ekki mun hann hafa verið milljónamæringur eins og margir hafa hald- ið, þar sem ævitekjur hans nema töluvert innan við eina milljón eða 750.000 sam- kvæmt útreikningum sérfróðra manna. Þótt margir leikir 0’ Neills hafi skilað álit- legum arði, þá eru þeir leikir ekki ýkja færri, sem stórfellt tap var á. Annars vegar eru t. d. leikir eins og Jónas keisari, Anna Christie, Loðni apinn, Guðinn Brown, í skugga álmtrjánna, Skrýtið stefnumót, Elektra og Ég man þá tíð, sem fylltu nærri fjárhirzlur leikhúsanna og hins vegar verk eins og Gull, Lindin, Fyrsti maðurinn, Raf- all, Stráið og Markó Póló, sem áttu hverf- andi litlum vinsældum að fagna. O’ Neill vildi gjaman geta gleymt Gulli, Fyrsta manninum og Lindinni og hann hafði ekki heldur neinar sérstakar mætur á Onnu Christie. Á Guðnurn Brown hafði liann hins vegar mestar mætur af öllum sínum verk- um, og þar næst Loðna apanum og svo Skrýtnu stefnumóti. Að hans dómi var Hlátur Lasarusar aftur saminn af meira listfengi og næmari smekkvísi er stílfegurð varðar en nokkuð annað leikrit eftir hann. Faðir Eugenes, James O’ Neill sá Hand- an við sjónhringinn aðeins fáum mánuðum fyrir andlát sitt og varð að orði: „Það er svo sem ekkert við þessu að segja, ej það er þetta, sem vakir fyrir þér, en menn jara 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.