Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 37
EUGENE O’NEILL
carot: GuS hjálpi þér! Guð hjálpi þér.
(Hann fer út úr eldhúsinu, en kemur að
vörmu spori ajtur) Hvers vegna gerðir þú
það! Hvers vegna? Ég spyr þig hvers
vegna þú gerðir það! Það væri betra fyrir
þig að segja mér það eða ... !
abbie: Þú skalt ekki voga þér að snerta
mig! Hvaða rétt hefur þú til að yfirheyra
mig um hann! Hann var ekki sonur þinn!
Heldurðu, að ég vildi eiga barn með þér?
Ég vildi fyrr deyja! Ég get ekki þolað þig
nálægt mér og hef aldrei getað það! Það
ert þú, sem ég hefði átt að myrða, ef ég
hefði haft nokkurt vit! Ég hata þig! Ég
elska Eben, og hef gert það frá því fyrsta.
Hann var sonur okkar Ebens — en ekki
sonur þinn!
cabot: Það var það — sem ég fann — að
eitthvað væri verið að pukrast á bak við
mig — á meðan þú laugst að mér —
hélzt þér frá mér — og sagðist þegar vera
orðin þunguð — Hann er dauður, það er
víst. Ég þreifaði á hjartanu. Veslingurinn
litli!
abbie: Segðu þetta ekki! Segðu þetta ekki!
cabot: Ég verð að vera eitilharður — ég
verð að vera eins og drangur! Ef hann
var sonur Ebens, er ég feginn, að hann sé
farinn! Kannski grunaði mig það alltaf.
' Ég fann, að það var eitthvað óeðlilegt á
seyði — einhversstaðar — það varð svo
einmanalegt hér í húsinu — og kalt — að
ég hrökklaðist út í fjós — til kúnna ...
Já. Mig hlýtur að hafa grunað — eitt-
hvað. Þið göbbuðuð mig ekki algjörlega,
að minnsta kosti — ég er of gamall og
reyndur til þess ... Svo þú hefðir frekar
viljað drepa mig en hann? En ég á eftir
að verða hundrað ára! Ég á eftir að sjá
þig hengda. Ég framsel þig guði og lög-
unum! Nú fer ég að sækja fógetann.
abbie: Þú þarft ekki að ómaka þig. Eben er
farinn til þess.
cabot: Er Eben farinn að sækja fógetann?
abbie: Já.
cabot: Til að kæra þig?
abbie: Já.
cabot: Jæja, ég er honum þakklátur fyrir
að spara mér ómakið. Ég ætla að fara að
vinna. Hann hefði átt að vera sonur minn,
Abbie. Þú hefðir átt að elska mig. Ég er
karlmaður. Ef þú hefðir elskað mig, hefði
ég aldrei kært þig fyrir neinum fógeta,
hvað svo sem þú hefðir gert, jafnvel þó
þeir hefðu ætlað mig lifandi að drepa!
abbie: Það er önnur og meiri ástæða til þess
en þig grunar.
cabot: Ég vona að það sé þín vegna. Guð
minn góður. Ég verð meira einmana en
nokkru sinni fyrr! (Eben kemur inn)
Sagðir þú fógetanum það?
eben: Já.
cabot: Gott hjá þér! Þú ert sannarlega lif-
andi eftirmynd hennar mömmu þinnar!
Hypjaðu þig burt af landareign minni,
þegar fógetinn fer með hana burt — eða,
ég sver, að hann verður þá að gera sér
aðra ferð hingað til að taka mig líka fyr-
ir morð!
eben: Fyrirgefðu mér!
abbie: Ó, Eben (IIún kyssir hann).
eben: Ég elska þig. Fyrirgefðu mér!
abbie: Ég gæti fyrirgefið þér allar syndir
helvítis fyrir að segja þetta!
eben: En ég sagði fógetanum það. Hann
kemur að sækja þig!
abbie: Ég get afborið það, sem á eftir að
koma fyrir mig ... núna!
eben: Ég vakti hann. Ég sagði honum það.
Hann sagÖi: „Bíddu á meöan ég klæði
mig.“ Ég beið. Ég fór að hugsa um þig.
Ég fór að hugsa um hvað ég elskaöi þig
mikið. Mér fannst það svo sárt eins og
eitthvað væri að springa í brjóstinu og
höfðinu. Ég fór að gráta. Ég vissi allt í
einu, að ég elskaði þig ennþá, og mundi
alltaf gera það!
115