Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR abbie (Strýkur honum um háriS): Þú ert drengurinn minn — er það ekki? eben; Ég fór hlaupandi af stað heim. Ég fór yfir akrana og í gegnum skóginn. Ég hélt, þú hefðir tíma til að flýja — með mér — og ... abbie: Ég verð að taka út refsingu mína — afplána fyrir syndir mínar. eben : Þá vil ég lfka gera það með þér. abbie: Þú gerðir ekkert. eben: Ég kom því inn hjá þér. Ég óskaði þess, að hann væri dauður! Ég sama sem hvatti þig til þess! abbie: Nei. Það var bara ég ein! eben: Ég er jafnsekur þér! Hann var laus- lætisbarn okkar. abbie: Ég iðrast ekki þess lauslætis! Ég ætla mér ekki að biðja guð að fyrirgefa mér það! eben: Ekki ég heldur — en það leiddi til hins — og þú framdir morðið mín vegna — og það er líka mitt verk — það segi ég fógetanum — og ef þú neitar því, þá segi ég honum, að við höfum undirbúið það í sameiningu — og þeir munu allir trúa mér, af því að þá grunar allt, sem við höfum gert, og þeim mun þykja það bæði sennilegt og satt. Og það er satt — innst inni. Ég hjálpaði þér einhvem veginn. abbie: Nei. Ég vil ekki, að þú líðir fyrir það. eben: Ég verð að afplána fyrir mína sök í því! Og ég mundi líða meira, ef ég færi frá þér, héldi vestur og væri að hugsa um þig dag og nótt, gengi frjáls á meðan þú sætir inni — eða ef ég væri einn á lífi eftir að þú værir dáin. Ég vil, að eitt gangi yfir okkur bæði, Abbie — fangelsi, dauði, helvíti eða hvað, sem að höndum ber! Ef ég stend við hlið þér, verð ég að minnsta kosti ekki einmana. abbie: Eben! Ég vil ekki, að þú gerir það. Ég get það ekki. eben : Þú færð erigu að ráða um það. Ég hef betur í þetta skipti! abbie : Þú hefur ekki betur — svo lengi sem ég hef þig. eben : Hlustaðu! Þeir eru komnir að sækja okkur! abbie: Nei, það er hann. Gefðu honum ekki færi á þér, Eben. Segðu ekkert — hvað svo sem hann segir. Og ég geri það ekki heldur. cabot: Þið eruð, dúfurnar mínar, allra lag- leguslu morðingjar! Það ætti að hengja ykkur bæði á sama gálga og láta ykkur dingla í golunni og rotna — sem viðvörun til gamalla heimskingja eins og mín að þola einveru sína og ungra heimskingja eins og ykkar að hafa hemil á losta sín- um. Ég gat ekki unnið í dag. Ég hafði enga ánægju af því. Mér er skítsama um jörðina! Ég er að fara héðan burt! Ég er búinn að sleppa kúnum og hinum skepn- unum! Ég rak þær út í skóg, þar sem þær geta verið frjálsar! Með því að gefa þeim frelsi, gef ég sjálfum mér frelsi! Ég fer héðan burt í dag! Ég ætla að kveikja’í húsinu og hlöðunni og horfa á þau brenna, og ég lofa mömmu þinni að ganga aftur í öskunni, og ég ætla að skila ökr- unum aftur í hendur guðs, svo engin mannshönd snerti þá framar! Svo fer ég til Kalifomíu — til að hitta Símon og Pétur — sem eru svo sannarlega synir mínir, þótt þeir séu guðsvolaðir bjánar — og við feðgamir munum finna gullnámur Salómons í sameiningu! Hæ! Hvemig var lagið, sem þeir sungu? „Ó, Kali- fomía!“ (Hann syngur þaS. Hann leggst á hnén hjá fjölinni, þar sem peningarnir voru geymdir) Og svo sigli ég þangað á því glæsilegasta skipi, sem völ er á! Ég á peningana til þess! Það var leitt, að þú skyldir ekki vita hvar þeir vom faldir svo þú gætir stolið ... (Hann er búinn aS losa fjölina. Hann þreifar eftir peningun- um) Svo — þú stalst þeim! eben : Ég stal þeim vegna Símonar og Péturs 116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.