Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stæður í venileikanum, en líkjast fremur torráðnum táknmyndum af frummæðrum mannkynsins, sem eiga það eina lífsmark- mið að auka kyn sitt eða draumsýnum karl- manns um fullkomna konu eins og þá yndis- legu, undirfögru Kukachin, ævintýraprins- essuna í Markó Póló. Allt öðru máli gegnir með Abbie I skugga álmtrjánna. Eðlisþætt- ir hennar eru hvorki margslungnir né flókn- ir, og O’Neill sýnir svo vel frumstætt eðli hennar, eigingirni og ástríður, að við finn- um einlægt, að hún er lifandi persóna með heitt, ólgandi hlóð í hjarta. Hversu stór- raunalegt sem efni leiksins er í eðli sínu, þá nær O’Neill eigi að snerta innstu taug harm- leiksins hér fremur en annars staðar, þó vanti að vísu aðeins herzlumuninn. Það eitt, að efnið er harmsögulegs eðlis nægir vitan- lega ekki. Stíltök og efnisskil skipta sízt minna máli, en leikrit O’Neills eru misjöfn að gæðum, einkum er orðlist og stílfegurð varðar. Nú skulum við skyggnast að orðabaki og reyna að gera okkur stutta grein fyrir lífs- skoðun höfundar og liststefnu. Helzt er svo að sjá af leikritum hans, að duld öfl ráði svo forlögum manna, að þeim sé fæst sjálf- rátt, enda er ekki fjarri iagi að örlagatrú O’Neills sé svo sterk, að hún renni eins og dökkur, falinn þráður gegnum velflest verk hans. Hversu kröftuglega og þráfaldlega sem menn reyna að spyma á móti og bjóða örlögunum byrginn, vex straumurinn jafnt og þétt, skellir sumum um koll og skolar öðrum burt, því að allt fer að lokum eins og verða vill. Jafnvel þó örlagavefurinn í Elektru sé spunninn úr svipuðum toga og í íorngrískum harmleik, þá eru samt vinnu- brögð 0’ Neills annars vegar og stórskáld- anna grísku hins vegar æði frábrugðin fyrir ýmissa hluta sakir. Leikskyn hans er að vísu oft eins næmt og nákvæmt, hann nær ekki síður sterkum tökum á tilfinningum áhorf- andans, en i stíl hans og málfari hirtist hins vegar öllu minni næmleiki og nákvæmni, og gerir það snilldarmuninn. í heimssögu sinni um leikbókmenntir kveður Allardyce Nicoll upp eftirfarandi dóm um Eugene O’Neill: „Ef Bernard Shaw. sem var orfiinn heimsfrægur höfundur fyrir fyrri heimsstyrjöld og rítafi haffii ágætustu verk sín á öfirum og þriðja tugi líðandi ald- ar, er frá talinn, verðum við að viðurkenna, að eina leikskáldifi á árunum á milli heims- styrjaldanna, sem búið var þeim gáfum, er greina snillinga frá öðrum dauðlegum mönnum, var Bandaríkjamaðurinn, Eugene Gladstone O’Neill. Hann er ekki einungis tákn þeirrar leiklistarhreyfingar, sem blómgaðist svo ört og gróskulega á þriðja og fjórða tugi þessarar aldar, heldur ber hann líka stolt höfuð og breiðar herðar yfir önn- ur leikskáld samtímans." Þó ég sé að vísu samdóma Allardyce Ni- coll um ágæti O’Neills sem leikskálds, get ég aftur á móti ekki fallizt á þá fullyrðingu hans, að O’Neill hafi verið tákn þeirrar leik- listarhreyfingar, sem blómgaðist á milli heimsstyrjaldanna, til þess átti hann bæði of fáa lærisveina og var í of kröftugri and- stöðu við leikmenningu þeirra tíma, því að enda þótt hann túlki að vissu marki sálspeki Freuds og lífsskoðanir, þá berst hann engu að síður á móti menningarstraumum sam- tímans af ásköpuðum öfuguggahætti og aga- leysi. Áhrifa O’Neills gætir æ minna og minna í leikheiminum og þeim mönnum, sem halda nafni hans á loft fer sífækkandi á meðan lærisveinum og aðdáendum Tsékovs, Ibsens og Shaws fer aftur sífjölgandi með hverju árinu, sem líður. Hvað veldur þessari greinilegu álitsbreytingu er ekki auðsagt, en hitt er þó óhætt að fullyrða, að O’Neill hefur fyrirgert frægð sinni í jafnskjótri svipan og hann ávann sér hana. Það er ekki 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.