Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 67
TIL FUNDAR VIÐ IIEINE I WEIMAR
séð einhverjar ægilegustu borgar-
rústir Þýzka alþýðulýðveldisins —
ég hafði séð Dresden. Nokkrum dög-
um áður en Rauði herinn náði borg-
inni á sitt vald, hellti ameríski flug-
flotinn eldi og eimyrju yfir hana.
Frá hernaðarlegu sjónarmiði var
loftárásin gersamlega gagnslaus, svo
sem komið var málum styrjaldarinn-
ar, en þar var mikill fjöldi flóttafólks
og var það drepið tugþúsundum
saman á örfáum klukkustundum.
Enn í dag hefur amerísku herstjórn-
inni láðst að greina frá ástæðunum
til þessarar loftárásar, þessara til-
gangslausu og gagnslausu múg-
morða. En þegar ameríski flugflot-
inn hélt heim til beykistöðva sinna
frá atlögunni hafði ein fegursta borg
Evrópu í barokkstíl verið jöfnuð við
jörðu. Það mun taka mörg ár enn að
byggja upp aftur Dresden í sinni
fornu mynd, en það verður gert, þótt
kosti bæði mikið fé og tíma. Hin
miklu listasöfn í Zwinger voru þegar
komin í samt lag að mestu, en alls-
staðar barst að eyrum manns smíða-
hljóðið, er steinsmiðirnir voru að
vinnu sinni og reistu við að nýju
byggingarlist aldanna, er fjögurra
klukkustunda loftárás hafði mulið
mélinu smærra.
Frá Stalínborg hjá Óder fór ég til
Berlínar, og var þá ferð minni lokið,
nema hvað ég dvaldi í höfuðborg
Austur-Þýzkalands í nokkra daga.
Hervirkin voru þar meiri að víðáttu
en í Dresden, en rústirnar höfðu verið
ruddar að mestu. Ég ók í bifreið í 6
klukkustundir um alla Austur-Berlín
og fékk nokkura hugmynd um það,
sem lagt hafði verið í rústir og byggt
hafði verið að nýju. Víða sáust
geysistórar hæðir, sem farnar voru
að gróa upp, þetta voru múrsteina-
brot, sem höfðu verið flutt þangað,
en annarsstaðar voru stórvirkar vél-
ar í óðaönn að mylja þennan ruðn-
ing og breyta honum í nýja múr-
steina. Ég gekk þess ekki heldur dul-
inn, að þessum múrsteinum var vel
varið: allsstaðar var verið að byggja
hús, bæði í útjöðrunum og miðhluta
borgarinnar, og má þar fyrst nefna
hina glæsilegu Stalíngötu, sem rís í
mikilli mekt upp úr hafi brunarúst-
anna, byggingarnar ljósgular að lit,
bjartar verzlanir og skrautlegir gilda-
skálar á fyrstu hæð, en íbúðir á hin-
um hæðunum. Ég tók einnig eftir
því, að mjög víða var verið að gera
við hús, mála þau utan og innan og
koma þeim í nýtízkuhorf. En þrátt
fyrir miklar húsasmíðar í Berlín er
hér enn óhemjustarf eftir, áður en
íbúarnir fái allir viðunandi manna-
bústaði. Upp á síðkastið hefur bygg-
ingariðnaðurinn tekið miklum
stakkaskiptum og á næstu áruin
verður komið langt áleiðis til að leysa
húsnæðisvandamálið.
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR
145
10