Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 71
TlL FUNDAft VIÐ HEINE í WEIMAR
og hina pólitísku kreppu í Póllandi
tóku að berast fregnir um ókyrrð
nokkra á háskólum Austur-Þýzka-
lands. Af fregnum þessum mátti
sumpart skilja, að sumir stúdentar
vildu losna við að hafa hina marx-
ísku kenningu að skyldunámsgrein,
en hins vegar vildu aðrir fá meira
frelsi til að túlka marxismann með
öðrum hætti en hinu fræðilega for-
ustuliði hins Sameinaða sósíalista-
flokks gott þótti. Það varð brátt
kunnugt, að forustumaður hinnar
síðasttöldu hreyfingar væri dr. Wil-
helm Harich, sá sem nefndur var í
upphafi þessarar greinar og flutti
aðalræðuna á Heineráðstefnunni í
Weimar. Dr. Harich var borinn
þungum sökum, m. a. um landráð
og tilraun til að steypa stjórnar-
fari því, sem ríkir í Þýzka alþýðu-
lýðveldinu. Réttarhöldin sjálf fóru
ekki mjög hátt og erlendir blaða-
menn voru ekki viðstaddir þau, en
Harich játaði á sig sakir þær, sem á
hann voru bomar, og var hann
dæmdur í 10 ára betrunarhússvinnu.
Dr. Harich hafði skrifað álitsgerð
um skoðanir sínar og stefnuskrá og
sent skjalið flokksforustu sósíal-
demókrata í Vestur-Berlín. Plagg
þetta birtist síðan í enska blaðinu
„Observer“ og var þýtt í útdrætti í
Frit Danmark. Af álitsgerð dr. Har-
ichs verður það ráðið, að hann og
skoðanabræður hans hafi ekki feng-
ið því framgengt, að háðar yrðu al-
mennar flokksumræður um hin ýmsu
vandamál hinnar sósíalísku hreyfing-
ar á grundvelli þeirrar reynslu, er
fengizt hefði eftir 20. flokksþing
kommúnistaflokks Ráðstj órnarríkj -
anna. Þess vegna hefði hann og fé-
lagar hans tekið það ráð að hefja
leynilega starfsemi, brjóta flokksag-
ann og vinna að því að kollvarpa nú-
verandi forustuliði Sósíalistaflokks-
ins í Þýzka alþýðulýðveldinu.
Af stefnuskráratriðum dr. Harichs
má geta þess, að hann vildi auðga
marxismann nýjum hugmyndum frá
Kautský, Rósu Lúxemburg, Trotský
og Búkarin, og nokkrum fleirum,
leyfa fullt og ótakmarkað hugsunar-
frelsi í lýðveldinu, afnema leynilög-
regluna og endurbæta réttarfarið.
Hver sem les álitsgerð dr. Harichs
verður að játa, að þar er allmikið af
bláeygðum barnaskap og pólitísku
þroskaleysi — manni dettur fyrst í
hug krakki sem fer í stj órnmálaleik í
sandkassa bamagarðsins. Og einmitt
fyrir þá sök finnst mér sá dómur, er
hann varð að þola — 10 ára betr-
unarhússvinna — ekki ná nokkurri
átt. Ekki sízt þegar maður hefur
sterkan grun um, að dr. Harich hafi
leiðzt út í landráðastarfsemi vegna
þess, að flokkurinn veitti honum ekki
kost á löglegum rökræðum innan
ramma flokksins.
Það hefur löngum viljað við
brenna hjá hinni róttæku verkalýðs-
149