Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 72
TÍMARIT MALS OG MENNINGAlí
hreyfingu Þýzkalands að beita
flokksaganum svo einstrengingslega
og þjösnalega, að margur ágætur
flokksmaður hefur orðið að bera
fangamark flokkssvikarans jafnan
síðan. Sú kynslóð sem fylgzt hefur
með verkalýðsbaráttu síðustu
þriggja áratuga þekkir þessa mörg
dæmin, og þar bera Þjóðverjar raun-
ar ekki einir sök. Svo hefur þetta
verið víða um lönd, og við mörg
þessara dæma er bundinn mikill
mannlegur harmleikur. Eg skal fús-
lega játa, að þessum flokkum er
nokkur vorkunn. Þeir hafa haft for-
ustu um frelsisbaráttu ánauðugra
stétta og þjóða við hin erfiðustu skil-
yrði, umsetnir af miskunnarlausum
óvinum, sem nota hverja veilu til þess
að koma þar á höggi sem sízt skyldi.
Þýzka alþýðulýðveldið á í höggi við
hættulega og máttuga fjendur. Það er
vestasti brimbrjótur hins sósíalíska
heims og þungar öldur velta að íót-
um þess. Það er því oft úr vöndu að
ráða þegar deilur rísa innan flokks,
sem hefur forustu í sósíalisku þjóð-
félagi í sköpun og verður að ráða
fram úr margslungnum vandamálum.
En þá reynir fyrst á vit og aðgæzlu
slíks flokks. Þá reynir á, að hann
gæti hófs í stjórn sinni, að hann kunni
að meta og vega, en hagi ekki för
sinni svo, að annan daginn vaði hann
í ökla, en hinn daginn í eyra.
150