Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 73
GUÐBERGUR BERGSSON
Vorregn í Njarðvíkuin
Hljótt drýpuT regnið aj upsum húsanna,
hljóðlega dripp-dropast það í litla polla.
Nóttin er hyrr og húsin þögul,
þöglar eru hœðirnar í vestri.
Hví skyldi þig gruna
á þessari friðsœlu nótt,
í þessu hljóða regni,
að bak við hœðirnar,
aðeins örskammt jrá veginum
opnaðist borg með þúsund Ijósum
og langar brautir teygjast
eins og gullrenndir fingur
yfir nakið landið,
inn í hljótt myrkrið.
Nei, hví shyldir þú dvelja við þann grun,
að í dögun komi flugvélarnar
til að rjúja kyrrð morgunsins,
til að styggja varp kríunnar í holtinu,
til að skrifa vald sitt í himininn.
Nei, hví slcyldir þú dvelja við þann grun,
að í dögun vakni stríðsmennirnir
til að hreiðra undir mosa og steini,
til að festa rœlur djúpt í mold,
til að nema land á gróðurlitlum melunum.
Nei, hví skyldir þú ekki útiloka þann grun
um að slíkt œtti sér stað
ejtir þessa kyrru nótt,
ejtir þetta hljóða regn?
151