Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 87
„BERJIZT FYRIR FRELSl“ úthellingar. Við höfum aukið hraðann en læst sjálf okkur inni. Vélar sem færa alls- nægtir hafa skilið okkur eftir í skorti. Þekk- ingin hefur gert okkur tilfinningasljó, tækn- in gerir okkur hörð og óvingjarnleg. Við hugsum of mikið og finnum of lítið til. Við höfum meiri þörf á mannúð en vélum. Við höfum meiri þörf á gæzku og blíðu en tækni. Án þeirra eiginleika væri lífið grimmúðlegt, og allt væri glatað. Flugvélin og útvarpið hafa tengt okkur nánar saman. Sjálft eðli þessara uppfinn- inga hrópar á gæzku mannanna, hrópar á alheimsbræðralag um allan heim — mill- jóna örvæntingarfullra manna, kvenna og lítilla barna, fórnardýra þess skipulags sem fær menn til að kvelja og fangelsa saklaust fólk. Við þá sem til mín heyra segi ég: Orvænt- ið ekki. Hörmungin sem á okkur hvílir er aðeins tímabundið skeið ágirndar og heift- ar þeirra manna sem óttasl framþróun mannkynsins. Hatur mannanna líður hjá, og einræðis- herrar deyja; og valdið sem þeir tóku frá fólkinu hverfur til fólksins aftur. Meðan menn lifa og deyja glatast frelsið aldrei. Hermenn, gefizt ekki óþokkum á vald, mönnum sem fyrirlíta ykkur og þrælka ykk- ur, segja ykkur hvað þið eigið að gera, hvað þið eigið að hugsa og hvað þið eigið að skynja, sem þjálfa ykkur, fóðra ykkur, fara með ykkur eins og kvikfé, leiða ykkur til slátrunar. Gefizt ekki þessum óeðlilegu mönnum á vald — vélmönnum með vél- heila og vélhjörtu. Þið eruð ekki vélar. Þið eruð ekki kvikfénaður. Þið eruð menn. Þið geymið ást á mannkyninu í hjörtum ykkar, þið hatið ekki. Aðeins þeir ástlausu hata — þeir ástlausu og þeir óeðlilegu. Hermenn, berjizt ekki fyrir þrælahaldi, berjizt fyrir frelsi. í 17. kapítula Lúkasar er það skráð: „Guðsríki er hið innra í yður,“ — ekki einum manni eða hópi manna, heldur öllum mönnum. Þið, fólkið, hafið valdið, vald til að skapa vélar, vald til að skapa gæfu. Þið, fólkið, hafið vald til að gera lífið frjálst og fagurt, gera lífið að undursamlegu æfintýri. I nafni lýðræðisins skulum við þá nota þetta vald. Við skulum öll sameinast. Við skulum berjast fyrir nýjum heimi, sómasam- legum heimi sem gefur mönnum tækifæri til að starfa, sem færir æskunni framtíð og ellinni öryggi. Með slík loforð á vörum hafa óþokkar eflzt til valda. En þeir lugu. Þeir efna ekki loforð sín — þeir gera það aldrei. Einræðis- herrar gera sig frjálsa en þeir þrælka fólkið. Við skulum nú berjast til að uppfylla þetta fyrirheit. Við skulum berjast til að frelsa heiminn, brjóta niður takmörkin milli þjóðanna, afnema ágirnd, hatur og umburðarleysi. Við skulum berjast fyrir heimi vitsmunanna — heimi þar sem vísindi og framfarir færa öllum gæfu. Hermenn, í nafni lýðræðisins, sameinumst.“ Þessari ræðu lauk hann með persónulegu ákalli til konunnar sem hann elskaði og beið landflótta, Hönnu: „SjáSu Hanna! Mannssálin er komin með vcengi, hún lyjtir sér í átt til friðarbog- ans, til leiftrandi jramtíðar sem bíður þín, mín, okkar allra___ Líttu upp, Hanna! Horfðu til himins! Hanna! Heyrirðu! Heyrirðu!“ I þessum síðustu orðum logar næstum yfirskilvitleg ást. Chaplín hrópar hér aftur og aftur nafnið sem móðir hans bar, en hún hafði látizt tíu árum áður. Með ákalli trúar og kærleika reynir hann að hrífa allt mann- kyn með sér, hann vill láta rödd sína hljóma alstaðar, einnig í gröfum dauðra. Móðir hans, Hanna Chaplín, var gyðing- ur. En þegar Chaplín var spurður svaraði hann því alltaf til að hann væri ekki gyð- 165
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.