Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 95
NOKKUR BROT ÚR ÓBUNDNU MÁLI „Kommúnistar, sem voru einangr- aðir og dreifðir um öll lönd og skorti vitund um sameiginlega stefnu sína, komust að því í Augsburger Zeitung,* að þeir væru í raun og veru til, við það tækifæri fengu þeir að vita sitt rétta nafn, sem ófá þess- ara fátæku tökubarna hins gamla þjóðfélags voru með öllu grunlaus um. í Augsburger Zeitung fengu þessir tvístruðu söfnuðir kommún- ista sannar skýrslur um viðstöðu- lausa þróun málstaðar þeirra; sér til mikillar undrunar komust þeir að raun um, að því fór fjarri, að þeir væru smávaxið og pasturslítið sam- félag, heldur máttugastir allra flokka, að dagur þeirra væri raunar enn ekki runninn, en að róleg bið væri engin tímatöf mönnum, sem áttu framtíðina alla fyrir sér. Það var með miklum kvíða og áhyggju, að ég gerði þá játningu, að komm- únistanna væri framtíðin, og þar tal- aði ég sannarlega ekki mér um hug. Með skelfingu og hrolli hugsa ég til þeirra tíma, er þessir skuggalegu myndabrjótar komast til valda. Með sigghörðum höndum munu þeir brjóta án allrar miskunnar allar marmarastyttur fegurðarinnar, sem hjarta mínu eru svo dýrmætar. Þeir munu tæta í sundur barnagull og víravirki, sem hið listræna hugarflug hefur gert sér til yndis og skáldinu * Heine skrifaði um kommúnismann í þetta blað á árunum 1840—1845. eru svo kær. Lárviðarrunna mína munu þeir höggva og setja þar niður kartöflur. Liljurnar, sem hvorki unnu né spunnu, en voru eins dásam- lega klæddar og Salómó í allri sinni dýrð, þær verða þá rifnar upp úr þjóðfélaginu með rótum, nema þær þá vilji gjöra svo vel og setjast við rokkinn; rósirnar, þessar iðjulausu brúðir næturgalanna, munu hreppa sömu örlög. Næturgalarnir, þessir gagnslausu söngvarar, verða hraktir á brott og ó! „Ljóðabókin“ mín verður fengin í hendur kryddvöru- salanum og hann mun gera úr henni kramarhús, sem hann hellir í kaffi og neftóbaki handa gömlum konum framtíðarinnar. Æ, ég sé þetta allt fyrir, og ég verð sleginn ólýsanlegum harmi, þegar ég hugsa til þess dauð- daga, sem hin sigursæla öreigastétt mun búa ljóðum mínum, er hníga munu í gröfina ásamt allri hinni gömlu rómantísku veröld. Og þó játa ég það hreinskilnislega, að þessi sami kommúnismi, sem er svo fjand- samlegur öllum mínum hagsmunum og tilhneigingum, orkar með ein- hverjum töfrum á sál mína, svo að ég má ekki undan þeim komast. Tvær raddir í brjósti mínu mæla máli hans, tvær raddir, sem ekki verða kæfðar, eru kannski ekkert annað en djöfulsins freistingar •— en hversu sem því er varið, ég er á valdi þess- ara radda, og enginn töframáttur fær fengið þær til að þagna. 173
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.