Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 98
íslenzkar bókmenntir erlendis Isænska tímaritinu Upptakt, 1. hefti ’57, — en það er málgagn ungra höfunda og gefið út hjá Bonnier — eru þýðingar á ljóð- um sex íslenzkra skálda, sem frú Ariane Wahlgren hefur snarað á sænsku. Frú Wahlgren hefur tvívegis komið hingað til lands og hefur mikinn áhuga á íslenzkum ljóðum. Hún mun þegar hafa þýtt allmörg kvæði á sænsku og hafa fáein þeirra birzt í tímaritum og blöðum, t. d. Unglingurinn í skóginum eftir Laxness, sem kom í Bon- niers Litterara Magasin fyrir tveim árum. Auk þess hefur frúin þýtt heila Ijóðabók, Þorpið eftir Jón úr Vör, sem nú fyrir skömmu er komin út hjá Tidens Förlag í Stokkhólmi. í fyrrnefndu hefti Upptakts eru ljóð eftir þessa höfunda: Jóhann Jónsson (Söknuð- ur), Stein Steinarr (Sjálfsmynd, Passíu- sálmur nr. 51, í sólhvítu ljósi, Mazurka eft- ir Chopin), Jón úr Vör (Ólafur Blíðan), ■ Jón Óskar (Varið ykkur hermenn, Bros í myrkri), Stefán Hörð Grímsson (Vetrardag- ur), og Ifannes Sigfússon (annar og þriðji þáttur Dymbilvöku). Einn af ritstjórum tímaritsins, Göran Palm, skrifar sérstaklega um Dymbilvöku og gerir tilraun til að skýra efni hennar og byggingu. Fer grein hans hér á eftir í laus- legri þýðingu: UM DYMBILVÖKU Dymhilvaka Hannesar Sigfússonar, sem óstytt myndi fylla ellefu síður í Upptakt, er að anda og myndbyggingu — en sjaldan í beinni ræðu — hrollvekjandi mannlífslýs- ing, þar sem myrkur og mold skáka himni og ljósi. Teikn steingervingar og dauða eru hér næstum eins áberandi og í sænsku Ijóði svipaðrar tegundar, Röster under jorden eftir Gunnar Ekelöf. Þessi tvö ljóð niinna raunar livort á annað einnig í formi og stíl- tækni: IJver er ég? Hvaða högg í eyrum bylja? Vofeifleg! Veiztu: það er hjarta mitt. Kólfurinn sló. Tólf? Já tíminn líður. Yms persónuleg sérkenni, svo sem hjart- að sem slær í steini, draugsleg andlit sem birtast og hverfa, koma fyrir í báðum Ijóð- unum. Samanburðurinn gæti raunar gefið í skyn að við hefðum hér fyrir framan okkur stórbrotið norrænt ljóð, víðfeðmt að efni og myndbyggingu, margslungið (rikt varierad) í formi. Fyrsti þáttur ljóðsins kynnir okkur and- vaka mann, sem í skuggalegu umhverfi reynir að átta sig á örlögum sínum. Hann svipast eftir leiðarstjörnu í hug sér og í náttmyrkrinu og dreymir fánýta drauma um horfna ást, um glataða trú. Ókunnur gestur segir honum frá „vofunum“ sem „veiða mannleg hjörtu" og hafa lagt net sín við dyr hans. Meðan vatnið stígur vakir hann einn, í vaxandi angist, lamaður af þreytu, án þess að vera fær um að aðhafast neitt. Þeir tveir þættir ljóðsins, sem hér birtast í þýðingu, gera frekari skil tveim megin- stefjum þess hroll-rómantíska efnis. Ég- 176
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.