Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 114
Það er í þágu allra þjóða — ekki einungis þeirra sem hafa fengizt við slíkar tilraunir
og halda þeim stöðugt áfram — að þessi sjálfsagða og óhjákvæmilega öryggisráðstöfun
sé gerð.
Það er reynt að vefengja skoðanir vísindamanna og skapa glundroða. Mótsagnakennd-
ar lýsingar á hinum raunverulegu hættum eru birtar í blöðum, sniðnar eftir stjórnmála-
þörfum. Fyrir skömmu sendu 18 þýzkir vísindamenn, þeirra á meðal prófessor Otto Hahn
er fann upp úraniumkljúfinn, viðvörun til stjómar Vestur-þýzka lýðveldisins. Þessi frétt
fékk mikinn byr í heimsblöðunum. En óðara barst sú frétt á öldum Ijósvakans, að
bandarískir líffræðingar hefðu með tilraunum á dýrum fundið varnarlyf sem eyddi hin-
um skaðlegu geislaverkunum á menn. Þessi skyndifregn, vafalaust birt án ábyrgðar, er
eitt af fyrirbærum kalda stríðsins, auðsjáanlega gerð til þess að draga úr áhrifum áskor-
unar vísindamannanna, og friða almenning.
Allt mannkyn og afkomendur þess er í bráðri hættu, verði tilraunum með kjarnorku-
vopn ekki samstundis hætt.“
F. Joliot-Curie, Nóbelsverðlaunahafi
192