Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 115
Orðsending frá Máli og menningu
um útboð á skuldabréfum til hlutafjárkaupa
í Vegamótum h.f.
Eins og skýrt hefur verið frá áður í Tímaritinu gekkst Mál og
menning haustið 1953 fyrir stofnun hlutafélags, með einnar millj-
ón króna hlutafjárupphæð, til að kaupa eða reisa hús fyrir starf-
semi Máls og menningar.
Hlutafélagið nefnist Vegamót og hefur það keypt húseignina
Laugaveg 18 og Vegamótastíg 3 og 5 í Reykjavík, og er hlutafjár-
söfnun langt komin.
I því skyni að bókmenntafélagið sjálft, Mál og menning, geti
eignazt sem stærstan hlut í Vegamótum h.f. hefur stjórn félagsins
gert útboð á 300 þúsund króna láni, 1000 króna, 500 króna og 250
króna handhafaskuldabréfum. Lánið er boðið út til 15 ára með
7% vöxtum, afborgunarlaust fyrstu 5 árin, en bréfin síðan dregin
út á næstu tíu árum.
Enn er nokkuð óselt af þessum bréfum og eru þau til sölu í
aðalskrifstofu Máls og menningar, Þingholtsstræti 27, í Bókabúð
Máls og menningar, Skólavörðustíg 21, og hjá umboðsmönnum
félagsins.
Eflið Mál og menningu með því að gera hlut félagsins sem
stærstan í Vegamótum.
STJÓRN MÁLS O G MENNINGAR
Kristinn E. Andrésson. Jakob Benediktsson.
Ragnar Ólafsson. Halldór Kiljan Laxness.
Halldór Stefánsson.