Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 116
Bókaútgáfa
Máls og' inenmngar og Heimskringln
býður yður fjölbreytt úrval í ár:
I Bókajlokki Máls og menningar verða níu bækur, þar af sex eftir íslenzka
höfunda. Guðmundur Böðvarsson og Jónas Arnason verða hvor um sig með
nýja bók. Þá er Sól og regn, bók um veðurfar, eftir Pál Bergþórsson, Heim-
hvörf, ljóð eftir Þorstein Valdimarsson, ferðabók eftir Rannveigu Tómas-
dóttur og Snorri skáld í Reykholti eftir Gunnar Benediktsson. Þýddar bækur
í flokknum eru Mannabörn, sögur eftir kínverska skáldið Lú Hsún þýddar
af Halldóri Stefánssyni, Leikrit Shakespeares II í þýðingu Helga Hálfdanar-
sonar og sjálfsævisaga uppeldisfræðingsins Makarenkó, Vegurinn til lífsins,
er Jóhannes úr Kötlum íslenzkar. Þrjár af bókunum eru komnsr út, hinar
koma í október.
Hátíðaútgáfan á skáldskap Jónasar Hallgrímssonar með jor-
spjalli eftir Halldór Laxness er í prentun.
Þá er væntanlegt í haust 3. bindið af Jóhanni Kristófer, skáld-
verkinu fræga eftir Romain Rolland, og er Sigfús Daðason þýð-
andinn.
I prentun er bók sem nefnist Ungar ástir eftir danskan höfund,
Johannes Allan. Hefur hún vakið einstaka athygli á Norðurlönd-
um, og er að koma út í ýmsum löndum. Gerð hefur verið kvik-
rnynd af sögunni, og gekk hún vikum saman á mörgum bíóum í
Höfn í vetur við óvenjulega aðsókn. Geir Kristjánsson þýðir
bókina.
Þá hefur Mál og menning tryggt sér hina nýju fögru útgáfu á
hinum heimsfrægu frönsku barnabókum af fílnum BABAR og
koma tvær þær fyrstu út í haust. Útgáfan er prentuð samtímis á
öllum Norðurlöndum.
Fleira er væntanlegt, m. a. ÞaS gejur á bátinn, textar Kristjáns
frá Djúpalæk, sem alltaf er verið að spyrja eftir.
PRENTSMIÐJAN HOLAR HF