Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 4
TIMARIT MALS O'G MENNINGAK
er skipaff hefur menningu og vísindum fyrirrúm í þjóðfélagi sínu, skyldu fyrstir vinna
þessa sigra. En hugsjónir og vísindi spyrja ekki að landamærum, eru í eðli sínu alþjóðleg,
sameiginlegur ávöxtur af hugvitsstarfi mannsins. Hvar í heimi sem þessir sigrar vinnast
eru þeir sigrar mannsandans í heild, sameign þjóða, uppspretta fagnaðar og melnaðar
hverjum manni á jörðu.
Margur segir: maður líttu þér nær! Ilvað um öll liin óleystu vandamál í samhúð manna
á jörðu, örhirgðina, tortryggnina og hatrið sem enn ríkir? Er þjóðunum ekki nær að leysa
vandamál sín heima fyrir áður en þær taka gönuskeið út í geiminn? En þessi þróun er
eðlileg og óhjákvæmileg. Mannlegar framfarir hafa aldrei falizt eingöngu í því að leysa úr
aðkallandi hversdagslegum þörfum heldur grundvallazt jöfnum höndum á draumum
manna og vængjuðu ímyndunarafli, á sköpunargáfu þeirra sem sjá út fyrir hversdagsþarf-
irnar inn í þá undraveröld sem framtíðin ber í skauti sér. Og um leið og vísindasigrar
þessa árs lyfta huga mannkynsins frá jörðu, flýta tímanum um fimmtíu ár og kollsteypa
mönnum inn í 21. öldina, eins og franska hlaðið Les Echos hefur komizt að orði, bregða
þeir nýju ljósi á vandamál mannfélagsins og setja mannkyni öllu úrslitakosti.
Þróun vísindanna er með öðrum orðum komin á það stig að mannkynið hefur um tvennt
að velja: tortímingu eða láta af allri hugsun um styrjöld og valdbeitingu en skapa sér
bræðralag á jörðu, öll ríki, allar þjóðir. Þessa tvo kosti sjá nú allir hugsandi menn og þeir
kveðja sér hljóðs í öllum löndum, ekki sízt í Bandaríkjunum. Eftir að Sovétríkin gáfu í
sumar út tilkynningu sína um hinar langdrægu eldflaugar, sem skjóta má milli landa til
hvaða staðar á hnettinum sem vera skal, og eftir að þau staðfestu að þau réðu yfir slíkum
eldflaugum með því að skjóta á loft gervitunglunum, hafa viðbrögð manna með öllum
þjóðum verið á eina lund: ný styrjöld jafngildir tortímingu þar sem ekkert ríki ber sigur-
orð af öðru. Svar við hinni nýju tækni er aðeins eitt: friðsamlegt samkomulag um öll
deilumál. Herstöðvakerfi Bandaríkjastjórnar, sem komið hefur verið upp með miklu hram-
bolti og ærnum tilkostnaði umhverfis Ráðstjórnarríkin frá því síðari heimsstyrjöldin stóð,
varð úrelt og tilgangslaust á einni nóttu, og eingöngu ógn og voði þeint löndum sem sitja
uppi með þessar stöðvar. Með þeim vísindasigrum sem unnizt hafa eiga menn ekki nema
eins úrkosti að laga stjómmálaskoðanir sínar eftir hinum nýju staðreyndum, að brúa það
djúp sem er staðfest milli nútíma vísinda, sem umskapað geta allt líf til farsældar á jörðu,
og uppidagaðrar hernaðarstefnu sem felur ekki í sér nema dauðann.
Og hví skyldu menn ekki fást til að velja lífið?
Adlai Stevenson, forsetaefni demokrata í Bandaríkjunum, segist neita því að gervitungl-
in rússnesku flytji hoð um nokkrar ógnanir, heldur setji kosti um að velja leiðir og taka
ákvörðun. Ilann segir: „Nú, eitt skipti enn, hafa vísindin knúið mannkynið út á vegamút
þar sem engin leið er að snúa aftur, engin undankomuleið — og aðeins einn vegur liggur
upp á við. Urn tvennt er að velja: annaðhvort tortímingu — eða mannlegt bræðralag sem
verið hefur hugarsýn allra sjáenda frá upphafi vega.“
Einmitt friðarleiðin með þá undratækni sem menn hafa nú á valdi sínu boðar mannkyn-
inu dýrlegri daga en það hefur dreymt um áður. Sjálfvirknin sem er að verða tímans tákn
getur létt af mönnum öllu striti og kjarnorkan, hagnýtt í friðsamlegum tilgangi, gert
manninn að drottnara örlaga sinna, bæði gefið honum vængi til að fljúga á út í geiminn
og fá kynni af íbúum ókunnra stjarna, og vald á að útrýma örhirgð, ranglæti og kúgun og
umbreyta á skömmum tíma lífi allra þjóða í hagsæld og fögnuð.
194