Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En hvað um það, þeim mun fleiri sem fyrir þreytu sakir eða af öðrum ástæðum hafa gerzt afskiptalausir og þögulir um háskann af hernáminu, þeim mun meiri þörfin á að þeir sem eru óþreyttir, og ekki sitja með munninn fullan af karamellum, túlki þjóðinni af fullri einurð þann mál- stað sem lif hennar getur oltið á að hún beri gæfu til að fylkja sér um. Hernaðartæknin er sem sé komin á ]rað stig, að vopnavernd er í rauninni ekki til lengur, og alls ekki fyrir smá- þjóð eins og okkur Islendinga. I ljósi þessara nýju viðhorfa hlýtur jafnvel hinn skilningssljóasti maður að sjá fánýti þeirrar verndar sem hersetan á að helgast af. Bandaríkjamönnum sjálfum gæti að vísu orðið einhver vernd í bandarískri hersetu á Islandi, með því að landinu yrði í nýrri styrj- öld ætlað að draga eitthvað úr þunga kjarnorkuhlaðinnar eldflaugasóknar gegn Bandaríkjunum sjálfum; en slíkt mundi hafa í för með sér óbæt- anlegt tjón fyrir hina fámennu ís- lenzku þjóð, og sennilega tortíma henni. Nú skulum við kalla það gott og blessað, þó að íslendingar skiptist eitthvað í flokka um það hvorum að- iljanum þeir mundu óska sigurs, ef til styrjaldar kæmi. Og ég get að vissu leyti vel skilið það að ýmsir okkar óski Bandaríkjamönnum alls góðs í þessu efni sem öðrum. Bandaríkja- menn eru yfirleitt gott fólk, um það get ég vottað af persónulegri reynslu síðan ég var svo gæfusamur að dvelj- ast um alllangt skeið í landi þeirra á stríðsárunum. En íslendingar eru líka yfirleitt gott fólk. Og þó að einhverj- um íslendingi finnist ef til vill að Bandaríkjamenn séu allra manna beztir, þá get ég ómögulega skilið að nokkrum Islendingi finnist Banda- rikjamenn svo miklum mun betri en til dæmis íslendingar, að þeir telji slíkt fullnægjandi röksemd fyrir nauðsyn þess að íslendingar fórni lífi sínu fyrir Bandaríkjamenn. Hér knýr sem sé á okkur ein spurning, umfram allar spurningar. Ekki spurn- ingin um stjórnmálaviðhorf okkar, né hverjum við mundum óska sigurs ef til styrjaldar kæmi. Því að ef við létum svarið við þeim spurningum ráða afstöðu okkar í okkar eigin ör- yggismálum, þá er hætt við að enginn okkar yrði uppistandandi þann dag sem fregna mætti um leikslokin. Kjarnorkusprengjan spyr nefnilega ekki hvort þú ert íhaldsmaður, Fram- sóknarmaður, Alþýðuflokksmaður, þjóðvarnarmaður eða kommúnisti. Og eftir kjarnorkubruna yrði jafnvel ekki hægt að þekkja sundur öskuna af íhaldsmanni og öskuna af kommún- ista. Nei, spurningin sem á okkur knýr, alla sem Islendinga, umfram allar spurningar, það er þessi spurn- ing: Hvað getum við gert til að bjarga lífi okkar? Hvaða leið er lík- legust til að tryggja það að við höld- um áfram að vera til, íslenzka þjóðin, 201
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.