Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
En hvað um það, þeim mun fleiri
sem fyrir þreytu sakir eða af öðrum
ástæðum hafa gerzt afskiptalausir og
þögulir um háskann af hernáminu,
þeim mun meiri þörfin á að þeir sem
eru óþreyttir, og ekki sitja með
munninn fullan af karamellum, túlki
þjóðinni af fullri einurð þann mál-
stað sem lif hennar getur oltið á að
hún beri gæfu til að fylkja sér um.
Hernaðartæknin er sem sé komin á
]rað stig, að vopnavernd er í rauninni
ekki til lengur, og alls ekki fyrir smá-
þjóð eins og okkur Islendinga. I ljósi
þessara nýju viðhorfa hlýtur jafnvel
hinn skilningssljóasti maður að sjá
fánýti þeirrar verndar sem hersetan á
að helgast af. Bandaríkjamönnum
sjálfum gæti að vísu orðið einhver
vernd í bandarískri hersetu á Islandi,
með því að landinu yrði í nýrri styrj-
öld ætlað að draga eitthvað úr þunga
kjarnorkuhlaðinnar eldflaugasóknar
gegn Bandaríkjunum sjálfum; en
slíkt mundi hafa í för með sér óbæt-
anlegt tjón fyrir hina fámennu ís-
lenzku þjóð, og sennilega tortíma
henni. Nú skulum við kalla það gott
og blessað, þó að íslendingar skiptist
eitthvað í flokka um það hvorum að-
iljanum þeir mundu óska sigurs, ef til
styrjaldar kæmi. Og ég get að vissu
leyti vel skilið það að ýmsir okkar
óski Bandaríkjamönnum alls góðs í
þessu efni sem öðrum. Bandaríkja-
menn eru yfirleitt gott fólk, um það
get ég vottað af persónulegri reynslu
síðan ég var svo gæfusamur að dvelj-
ast um alllangt skeið í landi þeirra á
stríðsárunum. En íslendingar eru líka
yfirleitt gott fólk. Og þó að einhverj-
um íslendingi finnist ef til vill að
Bandaríkjamenn séu allra manna
beztir, þá get ég ómögulega skilið að
nokkrum Islendingi finnist Banda-
rikjamenn svo miklum mun betri en
til dæmis íslendingar, að þeir telji
slíkt fullnægjandi röksemd fyrir
nauðsyn þess að íslendingar fórni
lífi sínu fyrir Bandaríkjamenn. Hér
knýr sem sé á okkur ein spurning,
umfram allar spurningar. Ekki spurn-
ingin um stjórnmálaviðhorf okkar,
né hverjum við mundum óska sigurs
ef til styrjaldar kæmi. Því að ef við
létum svarið við þeim spurningum
ráða afstöðu okkar í okkar eigin ör-
yggismálum, þá er hætt við að enginn
okkar yrði uppistandandi þann dag
sem fregna mætti um leikslokin.
Kjarnorkusprengjan spyr nefnilega
ekki hvort þú ert íhaldsmaður, Fram-
sóknarmaður, Alþýðuflokksmaður,
þjóðvarnarmaður eða kommúnisti.
Og eftir kjarnorkubruna yrði jafnvel
ekki hægt að þekkja sundur öskuna af
íhaldsmanni og öskuna af kommún-
ista. Nei, spurningin sem á okkur
knýr, alla sem Islendinga, umfram
allar spurningar, það er þessi spurn-
ing: Hvað getum við gert til að
bjarga lífi okkar? Hvaða leið er lík-
legust til að tryggja það að við höld-
um áfram að vera til, íslenzka þjóðin,
201