Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 19
RÆÐA
Upptalning þessi er nú lengri orðin
en ætlað var — og þó margt ónefnt.
Ekki kann ég að dæma um verðleika
alls þess, er hér var talið, enda fjarri
því að ég hafi lesið það allt eða rýnt
niður í kjölinn.
Og sumt af þessu kann að láta lítið
yfir sér. Þarna eru formálar, sem
fjalla um heimildamat, handritasam-
anburð, rittengsl, lesafbrigði — og
svo margskonar skýringagreinar. —
Þessháttar hlutir kunna að þykja
leiðigjarnir, en kosta oft langa leit og
mikla vinnu. Og slík er sú undirstaða,
sem saga íslenzks fólks, bókmennta
þess og tungu hlýtur að hvíla á. Af
slíkum grunni verða allar stórar sýnir
í sögu þjóðar okkar og bókmennta að
rísa.
Það eru til bækur, þar sem allt er á
fyrslu síðu, og aðrar, sem leyna á sér.
Eg skal nefna það t. d., að framan við
fornnorræna orðabók þeirra Hæg-
stads og Torps (1909) er ritgerð eftir
Torp um fornnorræna orðmyndun;
hún er stutt, um 40 bls. En ég les
þessa ritgerð oft á ári — og finn þar
alltaf eitthvað nýtt og nýtilegt. Hún
leynir á sér. Og það vil ég ætla af
þeim kynnum, sem ég hef af ritum
Jakobs Benediktssonar, að þau séu í
þeim flokknum.
Hitt má öllum vera ljóst, er eitt-
hvað hafa kynnzt ritstörfum Jakobs
Benediktssonar eða manninum sjálf-
um, að hann er óvenjulega fjölvís og
víðlesinn, — nokkurs konar encyclo-
pedisti eða fjölfræðingur á öld
þröngrar sérmenntunar. Hann er
lærður i klassiskum fræðum, en jafn-
framt mætavel að sér í íslenzkri sögu
og bókmenntum. Hann er lærður í
fornri sögu og málum, en kann ágæt
skil á veraldarsögu síðari tíma og al-
mennum málvísindum, — jafnvel
helztu nýjungum á því sviði. Það
kemur stundum fyrir, að ég er að
spyrja hann mér til fróðleiks um
ýmislegt úr sagnfræði eða bókmennt-
um. Kannski man hann ekki alltaf ár-
tölin upp á hár, en hann veit hvar at-
burðirnir eiga heima, kann að skipa
atriðum á sinn stað. Það er eins og
hann hafi numið tón og angan hvers
tímabils, ef svo má að orði kveða,
eigi í huga sér mynstur þess og innri
rök. Slíkt söguskyn er jafnan ávöxtur
ríkrar og staðgóðrar menntunar.
Jakob er fræðimaður, en þó jafn-
framt nákunnugur í ríki listanna, og
hefur m. a. bundið mikla ást við
þokkagyðju hljómlistarinnar. Og ég
held mér sé óhætt að segja, að hann
hafi einnig áhuga á náttúruvísindum
og tækni — og næmt eyra fyrir því,
sem þar gerist.
Kannski er okkur og veröldinni í
heild meiri þörf á þessháttar fjölfræði
nú en nokkru sinni fyrr, þörf á þeim
húmanisma, sem telur sér ekkert
mannlegt óviðkomandi. Og á ég þar
ekki eingöngu eða fyrst og fremst við
kynni og fróðleik frá ólíkum sviðum,
heldur þetta skyn um eininguna í
TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR
209
14