Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR « og meira kvað að í Ameríku en víðast annarsstaðar, — hin afkáralegu ,,kapítól“ útötuð í súlnahraungli til að líkjast forngrikkjum. Hjartaö úr Newyorkborg er nær því að vera í yfirnáttúrlegri stærð en aðrar borgir sem ég hef séð. En þó borgin kunni vel að þjóna hlutverki sínu í dag, er samt eitthvað í öllu eðli hennar áþekt gróðri sem er að vaxa úr sér. End- íngarleysi virðist eðli þessara bygg- ínga; þær virðast ekki bera í sér víð- erni tímans í þeirri merkíngu sem t. d. pýramídarnir; þrátt fyrir mikilleik sinn standa þær nær tjöldum bedúín- ans. Hvernig skyldi þessi borg líta út Jregar hún verður fundin af fornleifa- fræðingum tvö þúsund árum eftir að hér hefur hætl að vera bygð? Hvað skyldi standast tímans tönn? Alt uin það, varla er önnur borg uppi sem nær sé því að vera höfuöborg þeirrar stundar sein nú er að líða. Gesturinn heldur í burt af Manhattaney með mælikvarða á borgir, sem eftilvill á hvergi við annarsstaðar né í annan tíma. Þessir háturnar tjá heimssögu- legt afl sem er í senn raunverulegt og óvaranlegt. Þessi volduga lína í mannabústöðum er í eðli sínu ein- hvernveginn ómensk einsog öll við- leitni til ofurmensku, óveruleg á sama hátt og stórkostleg minnismerki kon- únga; jafnvel lítið visubrot er betur lagað til lánglífis. Nokkrar kynslóðir hver frain af annarri kunna að standa helgihljóðar andspænis ofvöxnu minnismerki, en einn góðan veðurdag er kanski ekkert eftir nema berir klettarnir meðan nýar kynslóðir halda áfram að fara með ganda vísu- brotiö sér til afþreyíngar. Og fólkið, sem geingur um þessar götur? Þegar frá er skilið svarta ívafið í mannvef Bandaríkjanna, þá verður ekki annað sagt en þjóðlífsmynd strætisins beri einkenni sömu fólks- blöndu og stórborgir Evrópu. Varla nokkurntíma sést manngerð, sem ekki væri jafn líklegt að hitta á stræti í Stokkhólmi, Moskvu, London eða Róm. Þetta er alt sama fólkið, frá Uralfjöllum til Kyrrahafs, mismunur- inn liggur í aukaatriðum, finst aðeins við nákvæma athugun. Það er að vísu færra um uppábúna kavaléra og heldrimenn á götunum í New York en t. d. í stórbæum Evrópu, gesturinn rekur hér sjaldan augun í jafn svip- mikil afgervi forstjóra, yfirbánka- stjóra og annarra stórhöfðíngja eins- og í höfuðborgum Skandinavíu. Róm, London eða Madrid. Maður sem kann við sig í gervi slíks mikilsháttar stór- borgara, umvafinn þeim hátíðleik, sem þar fylgir, er ekki amerískur og orkar hlægilega á amríkana þá sjald- an hann sést á gölu í New York eða San Francisco; skyldi maður þó halda annað í landi hinna miklu forstjóra og tröllauknu bánkastjóra. Virðuleiki gervisins er ekki mikið atriði í augum þessara manna. Þeir hafa ekki til- 212
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.