Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 29
ÞÓRBFRGUR ÞÓRÐARSON
Nýr heimur í sköpun
Rœða jlutt á Hótel Borg á jertugsajmœli rússnesku byltingarinnar 7. nóv. 1957
ÓÐIR áheyrendur!
Þennan dag fyrir fjörutíu árum
gerðust atburðir austur í Rússlandi,
sem ollu þáttaskilum í sögu alls mann-
lífs. Fátækir verkamenn og bændur
sviptu einvaldskeisara og auðstétt
síns lands völdum undir forustu Len-
íns og lögðu undirstöðu að sósíalist-
ískum samfélagsháttum, hinum fyrstu
á þessari jörð. Þetta var sigur manns-
andans á margra alda kúgun, arðráni,
stöðnun og niðurlægingu.
Þeir sem muna þessa atburði, munu
einnig minnast þess, að þeim fylgdu
ekki glæsilegar spár úr garði hér á
vesturhveli heims. Það var almennt
viðkvæði, jafnvel þeirra, sem sagðir
voru vitrir, að þetta nýja þjóðskipu-
lag gæti ekki staðið lengur en nokkrar
vikur, og þegar vikurnar voru liðnar,
án þess það hryndi, þá var sagt, að
það stæði kannski í nokkra mánuði,
og mánuðirnir liðu, og þá sögðu þess-
ir spávitringar, að það héngi kannski
uppi í fáein ár, en lengur ekki. Þegar
Lenín féll frá, var því örugglega spáð,
að nú mundi þessi tilraun leysast upp
í óreiðu og upp úr henni mundi svo
rísa borgaralegt auðvaldsríki eða
krataveldi undir forustu Kerenskys,
sem mundi stjórna samkvæmt lögmál-
inu: „Við munum breyta skipulaginu
hægt og hægt.“
A sumra vörum voru þetta frómar
óskaspár. Hjá öðrum var það vantrú
á getu rússnesku þjóðarinnar til að
ráða við þvílík ægiviðfangsefni. Þeir
sögðu: Þorri Rússa er frumstætt land-
húnaðarfólk, sem ekkert kann til iðn-
aðar, fákunnandi, svifaseint, ólæst og
óskrifandi. Slíku mannvali er það
ofurefli að byggja upp sósíalistískt
þjóðskipulag, því að undirstaða þess
er véltækni og þróaður iðnaður. En
það tekur mannsaldra að kenna þess-
um klunnalega sveitalýð að fara með
vélar, og þessi þjóðskipulagstilraun
verður áður farin út um þúfur. Ekki
óvitrari maður en H. G. Wells, einn af
fremstu höfundum skýjaborgaróman-
anna, kallaði Lenín „draumóramann-
inn í Kreml“ og raforkuáætlanir lians
„rafmagnsfræðilegar skýjaborgir“,
eftir að hann hafði átt tal við hann
219