Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 37
MOGENS HERMANNSEN
Herman Bang
Tuttugasta apríl sJ. voru hundrað ár liðin frá fæðingu danska stórskáldsins
og natúralistans Hermans Bangs.
Hinn merki danski gagnrýnandi og
bókmenntasagnfræðingur Ge-
org Brandes, sem haft hefur varanleg
áhrif á bókmenntir Dana allt frá
1870, lét oftar en einu sinni í ljós öf-
und sína á þeim rithöfundum, er á
eigin tungu hefðu aðstöðu til að
skrifa fyrir stærri lesendahóp en þann
sem fyrirfyndist í landi á stærð við
Danmörku — með fullri virðingu fyr-
ir lestrarfýsn Dana. En engu að síður
hefur dönsku þjóðinni, sem enn er
ekki nema fjórar milljónir manna,
rúmar, veitzt sú hamingja að ala
nokkra þá rithöfunda, er átt hafa sinn
þátt í að „stækka fósturjörðina“, ef
svo má að orði komast; gera menn-
ingu hennar öðrum þjóðum kunna.
H. C. Andersen, snillingur æfintýr-
anna, náði þegar fyrir andlát sitt
1875 þeirri frægð að vera þýddur á
fjölda tungumála; og frumlegar hugs-
anir heimspekingsins Sörens Kierke-
gaards eru nú lýðum ljósar í öllum
menningarlöndum.
Þessi tvö stórmenni í bókmenntum
nítjándu aldar ættu þó ekki að verða
til þess, að í gleymsku féllu aðrir þeir
rithöfundar danskir, sem þekktir hafa
orðið erlendis í þýðingum og enn í
dag eru almennt lesnir í heimalandi
sínu. Meðal þeirra höfunda, sem náð
hafa Evrópu-frægð, er Herman Bang,
sem í aprílmánuði síðastliðnum átti
aldar afmæli og Danir minnast með
þakklæti fyrir rikulegan skerf til
danskra bókmennta.
Herman Bang fæddist 20. apríl
1857. Faðir hans var þunglyndur og
taugaveiklaður prestur, er lézt
skömmu áður en sonurinn lauk stúd-
entsprófi. Þegar á unga aldri var
Bang yngri næsta sannfærður um, að
hann væri af einni elztu aðalsætt
landsins kominn, og fannst hann vera
einskonar hinzti úrættaði frjóanginn
á ævafornum meiði, til dauða dæmd-
ur fyrir aldur fram. Hann fór til
Kaupmannahafnar, þar sem ráðgert
227