Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 43
HUGLEIÐING UM GEÓMETRÍSKA ABSTRAKT-SÝN unnar svo þú hugsir: hafa þær risið upp úr fagurlega skrifuðum kistum pýramíðanna drottningin Nefertiti eða hinar möndlueygðu dísir úr pýra- míðum hertogans Haremhab og Menna skrifara og Deserkarasomb, þannig er þessum litlu tímabundnu smáfuglsaugum breytt með ofurlitl- um strikum í ógleymandi augnmöndl- ur sögunnar, og með þeim verkfærum grannskoðar hún umhverfið. Birta þessara augna kemur að utan, ljós salanna, eða sól, eða máni mæta litl- um kringlóttum ámáluðum kúlum sem draga summu veruleikans í einn pínulítinn púnkt. Mikið lifandi ósköp og skelfing skrifar þessi kona. Maðurinn sat kyrr og horfði á framleiðslustörfin. Nú hvikaði hann frá lóðréttum langveginshætti andlits- ins, og hallaði höfðinu undir flatt í hægri átt. Hafði handlegginn að mik- ilvægri stoð á hverri höfuðið hvíldi. Þumallinn níutíu gráður út frá hend- inni og fingurgómurinn hvítnaði und- ir kinnbeini, og ýtti vangafillunni upp undir auga. Og þumallinn tók þyngd frá hinu fræga mannshöfði sem þurfti að bera svo miklar byrðar í hugsunum, leiddi þungann lárétt út eftir þumlinum í lóðréttan framhand- legginn sem tók með háttvísi við þessari þýðingarmiklu byrði svo hún hlunkaðist niður eins og þungur hálf- fljótandi massi. Og kom í olnbogann sem hvíldi rauðyddur á borðinu eins og mikilvæg skiptistöð. Þar mætti hún í brennipúnkti þeirri hnígandi kvísl af þunga bolsins sem siðlaðist frá öxl niður eftir upphandlegg fjörutíu og fimm gráðu leið í zenith þyngdar- púnktsins í olnboga. Það var burðargrindin. Síðan kem- ur að flúrinu: Þá kemur vísifingur til álita, lítil arkítektónísk krúsindúlla í léttum fínlegum boga út frá hátíð- legri kreppingu sjálfrar handarinnar, hnút hinna fingranna; og bindur myndina fastar með því að nema við nefbrodd, nokkurskonar myndrím. Ber ekkert nema þau myndlegu verð- mæti fyrir augum hinnar skapandi konu þegar hún horfir á þennan mann sitja svona öndvert sér. Öxlin þeim megin sem um var rætt í þessari andrá: það er sú hægri, — var ögn sigin, og maðurinn fann af næmleik sínum vísifingurinn á nefi sér; og þar sem hann var ekki vant við látinn gerði hann sér að leik að þrýsta á nefið og fletja það til að skynja fyllra kraft tilveru sinnar, vita ýtarlega að hann væri ennþá til í heiminum. Augu þessa manns voru ekki til sýnis, þau horfðu út í gegnum spegil- hlíf sína og sáu blöðin þyrlast skrifuð undan ískrandi oddi pennans og rjúka í skafla á borði með lesmálið niður en sína hvítu óþreifanlegu spurningu upp eins og afskekktur matjurtagarð- ur um vetur, lifir nokkuð undir snjón- um? eða er moldin geld? 233
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.