Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ekki má slaka á leitinni að mynd- legu gildi. Þá sést að vinstri hönd mannsins liggur fram á borðið á hvíl- andi munaði letinnar: lófinn þungur og þykkur á svalri rauðri borðplöt- unni sem var kringlótt, og allir fing- ur krepptir án átaks inn í hann, — þannig að tveir fremri liðirnir voru utanverðir niður á plötuna, nema þumallinn (þetta er vinstri höndin) útréttur eins og annar framfóturinn á ótilteknum hundi sem lætur líða úr sér að loknum ábyrgðarmiklum störf- um. Síðan var vísifingurinn í fjörutíu og fimm gráðu striki niður á borðið líkt og höfuð þessa sama hunds. Framhandleggur mannsins þeim meg- in (það er enn vinstra megin) slútir fram af borðsins brún. En upphand- leggurinn vinstri var skáhallur út af líkamanum, á honum hvíldi ekki þungi þaðan, líkamsþyngdin var eink- um hægra megin. Maðurinn sat í sæti sínu þungt og letilega. Nokkuð hokinn í baki, fætur hans voru glenntir sundur og mynd- uðu tígul undir borðinu sem allt kyn- ferði var sniðið af. Þeir gengu út eins og tvö lítil skip sem stíma á sömu slóðum á sín hvor miðin fiskjar, kasta þar án þess að verða vör; þá sveigja þau að sama púnkti framundan, sigl- ingalínunnar krosssniðust um ökla, svo fjarlægðust þau aftur stuttan spöl, síðan segir ekki meir af þeim. Þessi tígull var skertur fyrir kon- unni, sást ekki allur þaðan sem hún sat, borðplatan sneið af honum mik- ilsverðan og leyndardómsfullan þrí- hyrning: ekki vissi konan hverjir töfrar leyndust hungruðum augum, og hafði flýtt sér að taka hendi til: skrifa, skrásetja forsendur hins rúm- fræðilega reiknidæmis sem augu hennar numu í efnisvana sköpunar- þrá hennar, tilefniskortandi tjáning- arþörf. Hátt og mjótt vínglas stóð á borði hjá þessum manni, utarlega á borð- kringlunni hægra megin: Ofug keila löng og mjó sem gekk niður á mjóan og langan sívalning en hann óx sem stæltur leggur hins furðulega rauða blóms, upp úr miðju á gagnsæum hring. Blöðin þyrluðust þéttskrifuð und- an æ trylltari penna konunnar sem hamaðist smáskurrandi, örvænting- arfullur og fínlegur fótur músar að rispa nafn sitt með kló í sögu músa- kynsins. Mikið lifandi ósköp og skelfing get- ur þessi kona skrifað, hugsaði mað- urinn, og heyrði fótatök sín á gulum og rauðum tíglum gólfsins, unz þau bárust út á gráa stéttina við götuna og drukknuðu i dunandi nið af stræt- isins þungu umferð. Þar sem hjól bifreiðanna snerust eins og hverfisteinar dísa að brýna sína litlu hnífa á botni mikils fljóts. 234
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.