Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ekki má slaka á leitinni að mynd-
legu gildi. Þá sést að vinstri hönd
mannsins liggur fram á borðið á hvíl-
andi munaði letinnar: lófinn þungur
og þykkur á svalri rauðri borðplöt-
unni sem var kringlótt, og allir fing-
ur krepptir án átaks inn í hann, —
þannig að tveir fremri liðirnir voru
utanverðir niður á plötuna, nema
þumallinn (þetta er vinstri höndin)
útréttur eins og annar framfóturinn á
ótilteknum hundi sem lætur líða úr
sér að loknum ábyrgðarmiklum störf-
um. Síðan var vísifingurinn í fjörutíu
og fimm gráðu striki niður á borðið
líkt og höfuð þessa sama hunds.
Framhandleggur mannsins þeim meg-
in (það er enn vinstra megin) slútir
fram af borðsins brún. En upphand-
leggurinn vinstri var skáhallur út af
líkamanum, á honum hvíldi ekki
þungi þaðan, líkamsþyngdin var eink-
um hægra megin.
Maðurinn sat í sæti sínu þungt og
letilega. Nokkuð hokinn í baki, fætur
hans voru glenntir sundur og mynd-
uðu tígul undir borðinu sem allt kyn-
ferði var sniðið af. Þeir gengu út eins
og tvö lítil skip sem stíma á sömu
slóðum á sín hvor miðin fiskjar, kasta
þar án þess að verða vör; þá sveigja
þau að sama púnkti framundan, sigl-
ingalínunnar krosssniðust um ökla,
svo fjarlægðust þau aftur stuttan spöl,
síðan segir ekki meir af þeim.
Þessi tígull var skertur fyrir kon-
unni, sást ekki allur þaðan sem hún
sat, borðplatan sneið af honum mik-
ilsverðan og leyndardómsfullan þrí-
hyrning: ekki vissi konan hverjir
töfrar leyndust hungruðum augum,
og hafði flýtt sér að taka hendi til:
skrifa, skrásetja forsendur hins rúm-
fræðilega reiknidæmis sem augu
hennar numu í efnisvana sköpunar-
þrá hennar, tilefniskortandi tjáning-
arþörf.
Hátt og mjótt vínglas stóð á borði
hjá þessum manni, utarlega á borð-
kringlunni hægra megin: Ofug keila
löng og mjó sem gekk niður á mjóan
og langan sívalning en hann óx sem
stæltur leggur hins furðulega rauða
blóms, upp úr miðju á gagnsæum
hring.
Blöðin þyrluðust þéttskrifuð und-
an æ trylltari penna konunnar sem
hamaðist smáskurrandi, örvænting-
arfullur og fínlegur fótur músar að
rispa nafn sitt með kló í sögu músa-
kynsins.
Mikið lifandi ósköp og skelfing get-
ur þessi kona skrifað, hugsaði mað-
urinn, og heyrði fótatök sín á gulum
og rauðum tíglum gólfsins, unz þau
bárust út á gráa stéttina við götuna
og drukknuðu i dunandi nið af stræt-
isins þungu umferð.
Þar sem hjól bifreiðanna snerust
eins og hverfisteinar dísa að brýna
sína litlu hnífa á botni mikils fljóts.
234