Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þar eð hann hafði þó gjarnan sem upphafspúnkt röksemdafærslu sinnar það sem enginn púnktur var í raun og veru, komst hann oft að hinum ævintýraleg- ustu niðurstöðum sem skutu jafnvel fleirum en honum sjálfum skelk í bringu. Þó var einna furðulegast að einhvern tíma fyrir löngu — það mun hafa verið áður en ég kynntist honum — hafði hann komizt að því með röksemdafærslu sinni að rökfræðin væri falsvizka ein, og það mátti oft heyra á honum að hann væri hátt hafinn yfir þessa bábilju sem sligað hefði mannkynið í tuttugu og þrjár aldir. Saga mannkynsins lifði reyndar fyrirferðarmiklu lífi í hugskoti hans, og af- glöp, hryðjuverk og slys þeirrar sögu viku ekki úr vökulu minni hans; hugtök eins og menning, frelsi voru honum meira áhuga- og umhugsunarefni en flest- um öðrum mönnum. A þeim sviðum hafði hann lengi haft skeleggar og ná- kvæmlega afmarkaðar skoðanir, og honum var að sönnu full-ljóst að litlar lík- ur voru til að hann hitti fyrir hjá öðrum sömu skilgreiningu á þeim hugtök- um. Þar af leiðandi sló hann alltaf varnagla þegar þessi efni bar á góma í kunningjahópi: hann sagði aldrei „frelsi“, „menning“, eins og hinir, heldur „hið svokallaða frelsi“, „hin svokallaða menning“. Hann sagði til dæmis: Sál okkar, sem höfum ekki enn fundið fótfestu í djúpum tilverunnar, né bergt á essens hlutanna, verður að láta sér nægja að slafra í sig dreggjar hinn- ar svokölluðu menningar. Hinar svokölluðu framfarir eru hættulegri anda mannsins en flest það sem fundið hefur verið upp að undantekinni rökfræð- inni. Hið svokallaða frelsi í hinum svokallaða frjálsa heimi (jafnvel þetta sagði hann) mun verða dauðamein hinnar svokölluðu menningar. Og hinn svokallaði dauði, og hið svokallaða líf . .. Það er óþarfi að halda lengra áfram, en sjálfum fannst honum augsýnilega brýna þörf bera til að halda áfram, stundum langt fram á nætur. I eina tíð hafði hann átt ástkonu, en síðan voru liðin mörg ár. Hann hafði ekki elskað hana sem mannveru heldur sem guðlega veru og tilbeðið hana sem Drottin allsherjar. Hún, -— sem hélt, ef til vill af misgáningi, að hún væri að- eins venjuleg stúlka, gædd miðlungshæfileikum til líkama og sálar og lét það oft í ljós við hann, -— hún vissi ekki gjörla hvernig bregðast skyldi við, og stundum hafði hún ekki virzt skynja þennan átrúnað jafn andlegri skilningu og við hefði átt. Einhverjum öðrum hefði ef til vill ekki fundizt það skipta miklu, en hann var ekki á því máli. Enda þótt hann ynni ástkonu sinni alltaf jafn heitt gerðist hann smám saman hortugur mjög í hennar garð — til þess að prófa hana, 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.