Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 47
TILRAUN UM MANNINN sagði hann síðar, — hann kynnti hana fyrir bezta vini sínum, sem hafði það orð á sér að vera mjög kvenhollur; síðan dró hann sig í hlé og fylgdist með tilrauninni úr fjarlægð. Eftir að þessi tilraun hafði borið vísindalegan árang- ur gerðist hann enn ótrauðari í leit sinni að orsökum og afleiðingum, um leið og hann skellti skuld allra ófara mannkynsins á þessa djöfullegu vél: rökfræð- ina, sem fundin var upp fyrir tuttugu og þremur öldum. En þessi ástamál voru sem sagt löngu liðin saga þegar ég kynntist honum, og nú var hann farinn að tala um skírlífi löngum stundum. Ég man einkum eftir einum morgni, ég var að fara á fætur; það var barið að dyrum og þar stóð hann þá, náfölur eftir vökunótt, en með glóandi augu. Hann hafði alla nóttina verið að tala við vin sinn einn um þessi mál og önnur, án þess að kom- ast að neinni öruggri niðurstöðu. Nú kom hann til mín og vildi halda áfram samræðunum þegar vinur hans hafði þurft að fara að sofa. Mér tókst þó að losna við hann um hádegið og telja honum trú um að hann þyrfti líka að fara að sofa; en klukkan var ekki orðin fjögur þegar hann var kominn aftur. Og þannig var það að hann talaði við mig um Keuschheit þrjá daga samfleytt. Þegar kunningjar hans sátu með honum á garðbekk eða við kaffihúsborð höfðu þeir stundum, þegar hér var komið, orðið vitni fyrirbæra sem voru óhugnanleg og brosleg í senn. Það kom sem sé fyrir að skórinn á vinstri fæti hans losnaði við fótinn svo lítið bar á og lagði af stað upp á eigin spýtur. Þeg- ar eigandinn áttaði sig á hvað var á seyði var skórinn vanalega kominn all- langt í burt: út undan borðinu, aftur fyrir bekkinn . . . Broslegast var að sjá hvílíkri varfærni hann beitti til að krækja í skóinn aftur, svo að hann vekti ekki athygli kunningja síns, sem lét að sjálfsögðu ekki á neinu bera. Það var einmitt um þessar mundir sem ég mætti honum eitt sinn á förnum vegi. Hann gekk hinumegin á götunni, án þess að sjá mig. Þegar hann var kominn móts við mig staðnæmdist hann allt í einu, fórnaði höndum; og ég heyrði greinilega að hann sagði: Orrustan mun háð þar til yfir lýkur. Allir sáu að hann var mjög fjölbreyttur maður og að óreyndu hefði mátt halda að hann væri ekki minna en tveir jafnvel þrír menn. Eg veit ekki hvort hann var sjálfur þeirrar skoðunar, en mér virtist stundum margt benda til þess að honum væri ekki þjáningalaust að halda sættum milli sinna ólíku manna. Einnig varð mér smám saman ljóst að líf hans var ef til vill ekki annað en illa dulbúin tilraun til að mótmæla einhverjum hálfgleymdum atburðum, frekar af þrjózku en sannfæringu, og að það var aðeins þessi blekkjandi þrjózka sem veitti honum oftast nær þrek til að ganga um eins og maður, tala við aðra 237
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.