Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hvarf Þórlyndur og kom ekki fram
fyrri en að morgni annarrar nætur.
Var hann þá þungbúnari en fyrr, en
gekk að verkum án þess að eiga orða-
stað við konu sína. A þriðja vetri tók
úr fjörunni skektu Þórlyndar. Rak
hana við Skálanípu og brotnaði í
spón. Tók Þórlyndur þá að stunda al-
menna verkamannavinnu inni á Ingi-
mundarvík, fargaði kindum sínum og
hestum, en setti tvær kýr á.
Ástvaldur hét sonur Þórlyndar eft-
ir móðurafa sínum, breiðfirzkum.
Var liann af mörgum talinn verrfeðr-
ungur hvað snerti verksígirni, þótti
og í flestu bregða til föðurkyns. Var
það haft til marks um einurðarleysi
hans til allra starfa, að þrettán ára
gamall hafði hann ekki áralagið og
þegar nýræktarframkvæmdir hófust,
var hann þrjár vikur að læra að fletta
þökum skammlaust. Líkt var farið
löngun hans til verka. Þó að Bugtar-
fólkið berðist í bökkum, tókst Þór-
lyndi ekki að aka syni sínum í vinnu
nema endur og sinnum, þaðan af síð-
ur að hann gripi í hrífu ótilkvaddur,
þó um hásláttinn væri, eða slægist í
för með jafnöldrum sínum, er þeir
reru eftir ufsa um helgar.
Ástvaldur í Bugt, eða Addi með
fótinn eins og hann var kallaður, —
því að hann stakk lítið eitt við hægra
fæti, — hafði aftur á móti ofsafengið
dálæti á bókum, eða það höfðu menn
fyrir satt. Kaffikonur móður hans sáu
honum stundum bregða fyrir með
bókarslitur ýmiskonar undir hend-
inni, kæmi það fyrir, að honum væri
hleypt inná heimili betra fólks, varð
honum löngum starsýnt á bókahillur
og skápa, gerðist jafnvel svo djarfur
að þiggja bækur að láni hjá málsmet-
andi mönnum á Ingimundarvík.
Nú var það auðvitað gömul saga í
kauptúninu, að ráðleysingjar rétt-
lættu ódugnað sinn með bóklestri.
Sérhver óverklaginn letingi flaggaði
menntunarþrá sinni sem kennimerki
allra þeirra, er hatur hefðu á nytsöm-
um störfum. En ýmsir höfðu þó kom-
izt á þá skoðun, að Ástvaldi Þórlynd-
arsyni mundi í raun og veru margt
vel gefið, þó að hann brysti hvatleika
til torfristu og skaks. Meðal annars
hafði sóknarpresturinn látið þau orð
falla, að eitthvað myndi í drenginn
spunnið, ritstjóri dagblaðs nokkurs
af suðurfjörðunum hafði átt orðastað
við drenginn, og síðar var það haft
eftir honum, að þetta væri greindur
piltur og víðlesinn, og ungur barna-
kennari, nýfluttur í bæinn, var þess
eindregið fýsandi, að Ástvaldur Þór-
lyndarson brytist til mennta og yrði
lærður maður.
Jafnframt því sem þessu áliti
manna á drengnum óx fiskur um
hrygg ágerðist breyting á allri hegð-
un hans, svo að um síðir nálgaðist
full umskipti. Hann lagði niður at-
orkuleysi sitt, gerðist með afbrigðum
vinnufús, lagðist í sjóróðra á opnum
vélbátum, sem þá voru nýfluttir til
242