Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
vera langsýn og skýr. Sovézk menning
er ekki nein dægurfluga. Hún er víð-
tækt fyrirbæri í sögunni og verður
ekki varpað til hliðar í móðgunar-
kasti. Það getur létt á hjarta manns
að skrifa bækling, en bæklings sem
beitt er gegn mikilli hugsjón bíður
^ðeins það að verða níðrit.
Fyrir fimm árum var allt sem kom
frá Sovétríkjunum, lélegar smásögur,
þeimskulegar kvikmyndir og hvað
eina, dáð af vestrænum menntamönn-
um sem í dag varpa efa á allan árang-
ur sovézkrar menningar. Þeir minna
á menn sem hafa orðið fyrir ásta-
sorgum. Ymis góð sovézk verk liafa
orðið skerfur í heimsmenningunni,
en mig hefur oft furðað á því, þegar
ég er að lesa himinhrifnar greinar
um annars flokks sögur, eða um
f j öldaframleiðslu miðlungsmálara,
eða um „Fall Berlínar“. hvernig fólk
sem dáir og skilur list, geti hrifizt af
þess háttar framleiðslu. Margir þess-
ara jafnvægislausu ákafamanna eru
nú teknir að tala um fánýti sovézkra
bókmennta og sovézkrar menningar.
Sósíalismi er engin trúarbrögð,
heldur er hann reistur á skynsemi,
samvizku, vísindum og réttlætiskennd
þeirri sem er mannkyninu lífsnauð-
syn. Að dá sovézkt samfélag eða sov-
ézka menningu þarf ekki að eiga neitt
sameiginlegt með óskeikulleikakenn-
ingum né bókstafstrú. Vestrænir
menntamenn sem dáðu okkur í gær
og eru nú byrjaðir að efast um mats-
grundvöllinn, þegar við segjumst vera
að bæta úr fyrri mistökum, sýna með
því andlegan vanþroska sinn. Hugs-
unin er engin daðurdrós sem gengst
upp við einnar stundar smjaður, held-
ur krefst hún meðvitaðrar starfsemi.
Við ætlum ekki að hætta að gagnrýna
galla okkar og mistök vegna þess eins
að það kunni að koma illa við eða
jafnvel umhverfa vestrænum mönn-
um. Við þörfnumst ekki „blindrar“
ástar, heldur hugsandi ástar, þeirrar
sem fólkið og menningin eiga skilið.
Meðal vestrænna menntamanna
sem nú hafa lent í uppnámi eru ýmsir
sem ekki verður efazt um einlægnina
og stöðuglyndið hjá. Þeir eru and-
stæðir baráttunni gegn kommúnisma.
en ruglast við það að sumt í þeirri
baráttu á sér hljómgrunn í þeirra eig-
in brjóstum.
Þeir mundu vilja hugsa málin í
heild, en hugur þeirra snýst aftur og
aftur að ákveðnum dreifðum atrið-
um. Þegar ég hef rætt við rithöfunda
frá Frakklandi, Ítalíu og öðrum vest-
rænum löndum, hafa þeir aftur og aft-
ur komið að hinu sama: einhverju
rotnu riti, heimskulegri kvikmynd eða
einhverju öðru tíu ára gömlu. Þeir
höfðu þá ekki verið hrifnir af sög-
unni eða myndinni, en þá hafði ekki
heldur annað gerzt en þeir urðu fyrir
einnar stundar óánægju vegna lélegs
listaverks, og það var allt og sumt.
Nú hvarflar hugur þeirra til baka til
fyrri áhrifa, þeir eru gramir yfir þeim
250