Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 69
ÞORF GREINARGERÐ
bernsku minni í lítilli verksmiðju í
Kamovníkí, þar sem faðir minn
vann. Lev Tolstoj átti heima í næsta
húsi við verksmiðjuna. Verkamenn-
irnir vissu raunar að Tolstoj var
frægur rithöfundur, en ég efast um
að neinn þeirra hafi lesið sögur hans;
fæstir voru þeir læsir, og þeir sem
voru það, lásu ekki annað en
sveitarfréttir í Moskovskí listok. Á
þessum tímum rituðu í Rússlandi
Tsjekov og Pavlov, Gorkí og Skrja-
bín, Búnín og Metsníkov, Stanislavskí
og Blok; og 77% af íbúum Rússlands
kunnu hvorki að lesa né skrifa.
Hvað gerðist eftir októberbylting-
una? Sumir félagsmenn úr Félagi
frjálsrar fagurfræði sneru til útlanda,
aðrir höfðu fundiÖ harðneskju lífs-
ins og gleymdu mannfræði sinni. En
útlendingar héldu að rússnesk menn-
ing hefði geispaö golunni.
í ársbyrjun 1923 skrifaði Lenín:
„Meðan við höfum veriÖ að tala um
öreigamenningu og skyldleika hennar
við menningu borgaranna, sýna stað-
reyndirnar okkur að jafnvel í borg-
aralegri menningu skortir land okkar
næsta mikið.“ Eftir skýrslum frá
1920 voru tveir þriðju íbúanna enn
ólæsir og óskrifandi.
Þrjátíu árum síÖar ákváðu Sovét-
ríkin að bæta skyldunámi í fram-
haldsskólum við skvldunám barna-
skóla. Þetta sýnir ekki aðeins árang-
urinn sem náðst hefur, heldur er
þetta raunverulegt skref yfir til sósí-
aliskrar menningar.
Allsherjar barnaskólaganga allra
hófst fyrir hundrað árum á Vestur-
löndum og þá tóku að rætast vonir
nítjándu aldar. Það gerði mörgum
gáfumönnum úr lægri stéttunum
kleift að gerast vísindamenn, rithöf-
undar og listamenn. Að vissu marki
máði þetta skref út mörkin milli
hinna menntaðri æðri stétta þjóöfé-
lagsins og ólæsra eða stautandi millj-
óna. Sumir fögnuðu þessu sem trygg-
ingu fyrir framförum, aðrir vegna
þess að læs verkamaður mundi kunna
að láta vél ganga hraðar og öruggar
en ólæs. Dyrnar höfðu verið opnað-
ar, en gættin var þröng.
Ég vildi minna lesandann á að
æskumenn okkar fara úr framhalds-
skólunum átján ára gamlir, og þá
hafa þeir vanizt á að hugsa, lesa bæk-
ur og hugleiöa hlutina með gagnrýni.
Bækur eru orðnar fólki okkar lífs-
nauðsyn. f umræðum um bækur sem
héraðsbókasöfnin gangast fyrir, taka
þátt lesendur úr mismunandi starfs-
greinum, á eftir stúdentinum talar
iðnverkamaður og á eftir kveneðlis-
fræðingnum kemur IdæSskurðar-
stúlka. Þau rökræða þarna hvert við
annað, og þau eru ekki aöskilin af
ginnungagapi því sem skilur milli
vestrænna menntamanna og almenn-
ings.
ÖIl hrífumst við af list Forn-
Grikkja. í Aþenuborg gullaldarinnar
259