Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR oísalegu umræðna um leikhússtarf- semi okkar? Auknar kröfur leikhús- gesta. Barnaleg leikrit þar sem endir- inn er augljós frá upphafi, án nokk- urrar dýpri túlkunar eða háfleygra hugmynda né tækni, geta ekki full- nægt kröfuin almennings. Leikstjórar okkar og leikarar geta ekki hvílzt á lárviðarsveigum sinum. Það eru eng- ar sólstöður í lífi listamannsins, dag- ar hans styttast eða lengjast. Ekki verður lifað á sigrum fortíðar. Ekki eru umræður miður heiftug- ar meðal málara. Sum blöð fyrirlíta slíkar umræður og segja að þær séu árásir eins listamanns á annan eða stafi af eftiröpunum sovézkra lista- manna eftir útlendri list, eða þá skilningsskorti ungra listamanna á marxiskum fræðum. Þetta er rangt. Deilur meðal listamanna stafa af auknum þroska þess fólks sem sækir listsýningar, af ábyrgðartilfinningu og af óánægju. Og ég fullyrði að óánægja listamanns með sjálfan sig og félaga sína sé það súrdeig sem engin list getur án verið og þróazt án. Bókstafstrú og skilgreinmgar Fyrir þremur árum sagði Sobolev, félagi í akademíunni, í grein í Pravda: „Dauðlegur fjandi allra framfara er kreddutrú, sem setur ó- haggandi kenningar í staðinn fyrir sannar vísindarannsóknir. Sá óvinur hefur enn eigi verið rekinn úr hópi vísindamanna.“ Þessi orð eru ekki orðin úrelt, og þau snerta ekki aðeins þá hópa vísindamanna sem Sobolev nefndi, heldur einnig bókmennta- menn og lista. Kreddutrú er bein andstæða sósíaliskrar lífsskoðunar. Vestrænir andstæðingar okkar dæma lélega sovézka sögu og hrópa hneykslaðir: „Sjáðu, til hvers sósíal- isk raunhyggja leiðir! “ Hjá þeim sem eru andvígir sósíalisma eru skoð- anir þessari líkar næsta náttúrlegar. En mér finnst hart og torskilið að fólk sem styðst við sósíaliska lífs- skoðun, deilir á sósíaliska raunsæis- stefnu. Pólski gagnrýnandinn Teplic heldur að mistök sovézkra bók- mennta verði að skýra með tengslum þeirra við sósíaliska raunsæisstefnu. Mér virðist að með því að álykta á þessa lund, gangi hann veg skólaspeki og gerist sjálfur kreddumaður við að berjast gegn kreddutrú. Teplic segir eins og sumir vestræn- ir höfundar að sovézkar bókmenntir hafi verið líflegri og ríkari fyrir fyrsta þing sovézkra rithöfunda, en þar var sósíalisk raunhyggja fyrst skilgreind. Ég hef þegar tekið fram að ófáar úrvalsbækur hafi komið út í landi okkar síðan þing þetta var háð. Og ég get bætt því við að fyrir þingið áttum við bæði meiri og minni háttar höfunda, bæði djarfa höfunda og huglausa, bæði frumlega og ósjálf- stæða höfunda. Samtímis Maja- kovskí komu fram á bókakvöldum miðlungsskáld sem reyndu að fylla 262
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.