Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR spurningum sem hræra huga þess, og varpa ljósi á leið framtíðarinnar. Flokkurinn hefur forystu í öllum málum þjóðarinnar, en eðli foryst- unnar er breytilegt eftir eðli starfs- ins. í áætlunum um verksmiðjufram- leiðslu eru mögulegar tölur og tíma- takmörk. Vísindamanni sem er að leysa tæknilegt verkefni, henta ekki nákvæm tímatakmörk, lieldur aðeins áætlanir í stórum dráttum. Eðlisfræð- ingur, stærðfræðingur og líffræðing- ur vinna að eigin hvötum, og síðar verða verk þeirra hagnýt í iðnaði eða landbúnaði. Bókmenntir og listir eru þess eðlis að þær þola ekki að þeim sé stjórnað. Sovézkur rithöfundur fær innblástur sinn úr lífi alþýðunnar, og þetta er helzta forysta flokksins í bókmennt- um. Rithöfundurinn tekur virkan þátt í að byggja upp kommúnisma, jafn- vel þótt félagsleg starfsemi hans fari eingöngu fram við skrifborðið. Síðan á tuttugasta þinginu hefur versnað aðstaða þeirra sem spyrja meinfýsinna spurninga eins og þeirr- ar sem varpað er fram hér að fram- an, en hins vegar batnað aðstaða bókmennta. Það sem ég er að deila á, er ekki kommúnisk stefna í bók- menntum, heldur skrifstofuveldi. Bókmenntir og líl Rithöfundur verður að lifa lífi þjóðarinnar, taka þátt í vandamálum samfélagsins og varpa Ijósi á sál- fræðileg vandamál sem ekki eru nægi- lega ljós. Það er ekki nóg fyrir rit- höfund að útskýra það sem hann hef- ur lesið sjálfur í dagblöðum. Hann verður að taka þátt í að byggja upp samfélagið, þróa menningu, efla and- lega grósku. Hann getur gert það ef hann afhjúpar innri heim persóna sinn með slíkum sannleika og slíkri dýpt að lesandinn fái betri skilning á sjálfum sér og þeim sem hann um- gengst og sé færari um að losna við það sem er illt, lágkúrulegt og óæski- legt í umhverfi þeirra og þeim sjálf- um. Ef rithöfundur lítur ekki á verk sitt sem köllun, heldur sem starf, missir hann ekki eingöngu álits, held- ur verður gagnslaus. Ekki geta allir orðið snillingar, en allir verða að muna hver sé skylda höfundarins. Til að vera sannur rithöfundur er ekki nóg að vita hvernig á að setja saman sögu eða leikrit, þó að það sé að sjálfsögðu einnig nauðsynlegt. Mað- ur verður að setja hjarta sitt og sál sína í ritstörfin og fremur vera spá- maður en endursegjandi. Erfiðustu skrefin eru að baki. Sam- félag sem á eftir að láta rætast vonir framsækins mannkyns hefur verið stofnað. í fyrsta sinn í sögunni eru það ekki fáir útvaldir sem fást við menningu. Eins og milljónir annarra skólamanna hefur kennslukonan sem skrifaði mér bréfið, gert mikið til að breiða út og auðga menninguna. Hún 268
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.