Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 83
BOKIN INNGONGUHLIÐ HEIMSINS hana, heldur og nýtur hennar. Ég hafði þannig þegar sjálfur kynnzt nokkuð hinum ólýsanlegu ferlum þeirrar blóðgjafar, þar sem dropar, ef svo má segja, eigin efnis eru færðir yfir í framandi æðar, örlög í örlög, tilfinning í tilfinningu, andi í anda: en til fullnustu hafði ég þó ekki gert mér grein fyrir galdri, fyrir víðfeðmi og afli lífsverkanar hins prentaða orðs, ég hafði aðeins gert mér óljósa þanka um hana og aldrei glöggvað mig á h'enni til hlitar, aldrei rakið hana fyrir mér út í æsar. Það kom nú yfir mig á þeim degi og þeirri stundu, er ég ætla að segja frá. Ég var þá á ferð með skipi, það var ítalskt, á Miðjarðarhafi, frá Genúa til Napólí, frá Napólí til Túnis og þaðan til Alsír. Það tók nokkra daga, og nær engir farþegar með skipinu. Þannig stóð á því, að ég talaði oft við ungan ltala, einn af áhöfninni, eins konar uridirþjón hins eiginlega skipsþjóns, hann gerði hreina klefana, þvoði þil- farið og átti að gegna ýmsum þjón- ustustörfum, sem teljast neðarlega í röðinni í metorðastiga vor mannanna. Það gladdi augað að horfa á hann, þennan fallega, sólbrúna, svarteyga pilt með hvítu tennurnar, sem skein í, þegar hann hló. Og hann hló oft, hon- um þótti vænt um rösklegu, syngjandi ítölskuna sína og gleymdi aldrei að leika undir þennan söng með fjör- miklu látbragði. Af snilldarlegri hermigáfu nam hann látbragð hvers manns og hafði það ljóslifandi eftir, hann lék skipstjórann, hvernig hann talaði tannlaus, gamla Englendinginn, hvernig hann gekk stífur og virðuleg- ur um þilfarið og rak undan sér vinstri öxlina, matsveininn, hvernig hann spígsporaði fyrir framan far- þegana eftir miðdegisverðinn og leit kunnáttumannsaugum framan á þá til að athuga, hversu vel belgurinn væri kýldur. Skemmtilegt var að skrafa við þetta sólbrúna villidýr, þvi að þessi piltur með hið heiða enni og tatover- uðu handleggi — hann hafði, að því er hann sagði mér, verið árum saman sauðamaður í átthögum sínum, Líparíeyjum, — var gæddur hrekk- lausu trúnaðartrausti ungs dýrs. Hann fann óðar, að mér féll vel við hann og ég vildi við engan fremur tala á skipinu en hann. Þess vegna fræddi hann mig hispurslaust um allt, sem hann kunni af sjálfum sér að segja, og eftir tveggja daga siglingu vorum við einhvern veginn orðnir hálfgerðir vinir eða félagar. Þá var allt í einu eins og risinn væri milli okkar ósýnilegur veggur. Við höfðum haft viðkomu í Napólí, skipið hafði tekið kol, farþega, grænmeti og póst, hinn venjulega hafnarmat sinn, og lagði siðan aftur úr höfn. Hinn tígulegi Posilip var orðinn að lágri þústu og skýin yfir Vesúvíusi liðuð- ust smáger eins og fölgrár vindlinga- reykur, þá var hann snögglega kom- inn fast upp að mér, hlæjandi út und- TIMARIT MALS OC MENNINCAR 273 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.