Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 84
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
ir eyru, og sýndi mér hróðugur sam-
ankuðlað bréf, sem hann var nýbúinn
að fá, og bað mig að lesa það fvrir
sig.
I svipinn skildi ég ekki, hvað Gio-
vanni átti við, ég hélt, að hann hefði
fengið bréf á erlendu máli, frönsku
eða þýzku, líklega frá stúlku — ég
þóttist vita, að þessi piltur gengi í
augun á stúlkunum — og nú ætlaðist
hann líklega til, að ég þýddi erindið
fyrir hann á ítölsku. Ónei, bréfið var
á ítölsku. Hvað vildi hann þá? Atti ég
að lesa það sjálfur. Nei, endurtók
hann enn, nærri því æstur, fyrir hann
átti ég að lesa það, upphátt. Og allt í
einu skildi ég, hvernig í öllu lá: þessi
undurfríði, greindi piltur, búinn með-
fæddri háttvísi og reglulegum yndis-
þokka, hann var einn úr hópi þeirra
sjö eða átta prósenta jrjóðar sinnar,
sem að því er opinberar skýrslur
herma kunna ekki að lesa. Hann var
ólæs. Og í svipinn minntist ég þess
ekki, að ég hefði fyrr átt tal við mann
af þessu utangarðsfólki Evrópu. Þessi
Giovanni var fyrsti ólæsi Evrópumað-
urinn, sem ég hafði fyrirhitt, og ég
horfði víst undrandi á hann, ekki
lengur eins og vin, ekki lengur eins og
félaga, heldur eins og einhvern furðu-
fugl. En svo las ég auðvitað fyrir
hann bréfið, það var frá einhverri
saumakonu, Maríu eða Karólínu, og í
þvi stóð ekkert annað en það, sem
ungar stúlkur í öllum lönduin og á
hvaða tungu sem jrær mæla, skrifa
ungum piltum. Hann horfði fast á
varirnar á mér, meðan ég var að lesa
Jiað, og ég fann, hvernig hann lagði
sig fram um að festa sér í minni hvert
orð. Það komu hrukkur fyrir ofan
augabrúnirnar, þannig herptist and-
litið á honum áf áreynslunni við að
hlusta og reyna að missa ekki af
neinu. Ég las bréfið tvisvar sinnum
fyrir hann, hægt og skýrt, hann drakk
í sig hvert orð, varð æ ánægðari,
augun ljómuðu og varirnar brostu
eins og rauð rós á sumardegi. Þá kom
yfirmaður utan frá borðstokknum, og
hann skauzt burt.
Þetta var allt og sumt, allt tilefnið.
En áhrifin, hinn eiginlegi viðburður
hið innra með mér, komu þó ekki fyrr
en nú, eftir á. Ég hallaði mér aftur á
bak í legustól og horfði upp í mildan
næturhimininn. Þessi undarlega upp-
götvun ásótti mig. I fyrsta sinn hafði
ég séð ólæsan mann, meira að segja
Evrópumann, sem ég vissi, að var
greindur og sem ég hafði talað við
eins og félaga. Nú braut ég heilann
um það fyrirbæri, hvernig heimurinn
mundi speglast í slíkum heila, sem
blindur var á bið skráða orð. Ég
reyndi að gera mér í hugarlund,
hvernig það væri að kunna ekki að
lesa. Eg reyndi að setja mig í spor
þessa manns. Hann tekur sér blað í
hönd og skilur það ekki. Hann tekur
bók, og hún hvílir í hendi hans,
nokkru léttari en tré eða járn, fer-
liyrnt, köntótt, mislitur, gagnslaus
274