Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 93
EINMANA MAÐUR?
Ræða Chaplíns var hirt í öllum blöðum
Bandaríkjanna og hún vakti geysilegar deil-
ur. Sannindi þau sem hún hafði að geyma
voru ekki vel séð í Wall Street. Að halda
því fram að „Rússland væri síðasta víglína
lýðræðisins (og menningarinnar)“, var
miklu víðtækari yfirlýsing en umræða um
aðrar vígstöðvar.
Þó var erfitt að útskúfa Chaplín fyrir
þessa ræðu. Hún túlkaði tilfinningar veru-
legs hluta bandarísku þjóðarinnar. Þess
vegna varð að grípa til annarra ráða til þess
að þagga niður í þessum áhrifaríka manni.
Einkalíf hans var tekið fyrir.
Siðlæti eða blygðunarsemi er hið sígilda
vopnabúr stjórnarvaldanna í Bandaríkjun-
um, ef ráð skortir í baráttunni við erfiðan
verklýðsleiðtoga eða vinstrisinnaðan
menntamann. Því má ekki gleyma að lög-
regla og stjórnmálamenn nota jöfnum hönd-
um það sem Bandaríkjamenn kalla sjálfir
„frame-up“, skipulagðar og þaulhugsaðar
ögranir.
I gamalli kvikmynd frá Mutual, Greijan-
um, er Charlie flæktur í hina fráleitustu at-
burði, en kemur þá allt í einu auga á fagra
konu í danssal. Hann gleymir í einni svipan
öllum hættum sem yfir honum vofa og eltir
fegurðardísina eins og dáleiddur ... En í
föðurlandi Scarlettar er svo ljúfur innblást-
ur engan veginn hættulaus. Það var hvorki
skáldsaga eftir Dreiser né kvikmynd eftir
Chaplín sem setti met þessarar hálfu aldar
í bókaverzlunum og kvikniyndahúsum
Bandaríkjanna, heldur A hverjanda hveli.
Söguhetjan Scarlett O’Hara hefur orðið hin
mikla fyrirmynd milljóna kvenna, sem að-
hyllast „the American way of Iife“. Scarlett
er rándýr sem beitir fegurð sinni af ráðnum
hug á auðuga menn til þess að komast yfir
fjármuni.
Oftar en einu sinni hafði Scarlettunum
tekizt að smeygja sér inn í líf Chaplíns.
Þegar haráttan fyrir öðrum vígstöðvum stóð
sem hæst og Chaplín bætti greinum og yfir-
lýsingum við hina sögulegu ræðu sína,
gerðist það í einkalífi hans að hann sleit
öllu sambandi við konu nokkra, Joan Barry
að nafni. I október 1942 réðst kona þessi
inn til hans með skammbyssu í hendi og
hótaði að drepa hann og fremja sjálfsmorð.
En henni tókst ekki að endurnýja vinskap-
inn. Átta mánuðum síðar kom hún aftur til
Hollywood, brauzt inn í hús Chaplíns og
olli slíku hneyksli að lögreglan varð að taka
í taumana. Joan Barry skýrði frá þvf að
hún væri þunguð, komin fimm mánuði á
leið, og hún stefndi Chaplín fyrir rétt til
þess að fá hann til að játa á sig faðernið.
„Eftir ræðuna um aðrar vígstöðvar eru 95
af hverjum 100 blöðum andsnúin mér,“
sagði Chaplín um þessar mundir. ÖIl
bandarísku stórblöðin gripu mál Jean
Barrys fegins hendi. Mánuðum saman var
Chaplín hrakyrtur á forsíðum blaðanna um
land allt, kallaður þrælasali, legorðsmaður
og ónáttúrlegur faðir. Þegar barnið fæddist
í október 1943 leiddu hlóðrannsóknir í Ijós
að Chaplín gat ekki verið faðir þess. En
óvinir hans gáfust ekki upp. Ein málaferlin
tóku við af öðrum, og að lokum, ári eftir
frumsýninguna á Monsieur Verdoux, lauk
þeim með því að Chaplín var „sekur“ fund-
inn, án þess að honum væri heimilað að
áfrýja.
Þessar siðlausu ofsóknir hefðu ekki nægt
til þess að lama hugrekki hans og traust, ef
hin rangsnúna þróun bandarískra stjórn-
mála hefði ekki jafnframt bundið endi á
þær vonir sem hann hafði túlkað af hvað
mestum þrótti í lokaræðu sinni í Einrœðis-
herranum og herhvöt sinni um aðrar víg-
stöðvar.
Einn þeirra svokölluðu einangrunarsinna
sem hann liafði ákært var á þessu tímabili
orðinn forseti Bandaríkjanna. Varla var
Hitler fyrr húinn að svipta sig lífi í Berlín
og varla höfðu glæpafélagar hans fyrr verið
283