Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 97
1 EINMANA MAÐUR? að nota Mikka mús og Andrés önd í „áróðri rauðliða". Ofsóknarandi var að magnast um Bandaríkin öll, og kunnir Hollywood-menn kyntu undir. Byrjað var á því að reka úr landi kunna andfasista, eins og Þjóðverj- ann Ilans Eisler, þekkt tónskáld sem hafði flúið land 1933 undan ofsóknum Hitlers. Þegar mál hans stóð yfir í nóvember 1947 sendi Chaplín málaranum Picasso svohljóð- andi skeyti: Getið þér ekki myndaS nefnd franskra listamanna, sem mótmœli viS bandaríska sendiráSiS í París þeim glœpsamlegu fyrir- ætlunum aS reka Hans Eisler úr landi, og sent mér ajrit af mötmælunum svo aS ég geti notaS þau hér. Pablo Picasso brá þegar við er hann fékk þessa áskorun frá manni sem hann hafði aldrei hitt en dáð alla daga síðan 1915. Mótmælin gegn brottvísun Hans Eislers voru m. a. undirrituð af Louis Jouvet, Fran- Qoise Rosay, André Luguet, Jean Louis Bar- rault, Madeleine Renault, Jean Cocteau, Henri Matisse, Aragon, Elsa Triolet, Jac- ques Feyder, Louis Martin Chauffier, Fran- cis Carco, Georges Auric og Henry Mal- herbe. Þegar er kunnugt varð um áskorun Chap- líns og árangur hennar skrifaði blaðamað- urinn Westbrook Pegler grein sem birt var í milljónum eintaka í Hearstblöðunum 3. desember 1947: Þetta er óþolandi íhlutun um bandarísk málefni af hendi útlendings, sem hefur lifaS í landi okkar í 35 ár og getiS sér .orS fyrir spillt siSferSi, botnlausar skuldir, rag- mennsku í tveimur heimsstyrjöldum og opinskátt samband viS kommúnista. Viku áður hafði fulltrúadeild Banda- ríkjaþings samþykkt með 346 atkvæðum gegn 17 að heimila réttarofsóknir gegn tíu kunnum mönnum frá Hollywood, sem höfðu neitað að mæta hjá óamerísku nefndinni með skírskotun til mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar. Tímenningarnir voru: Albert Maltz, Dalton Trumbo, Samuel Or- nitz, John Iloward Lawson, Ring Lardner, Lester Cole, Alvah Bessie, Iíerbert Biber- mann, Edward Dmytryk og Adrian Scott. Þingmannadómstóllinn tók jafnframt upp „vandamálið Chaplín". Einn af öldunga- deildarmönnuin repúhlikana, Harry P. Cain, krafðist þess að Chaplín yrði dæmdur útlægur úr Bandaríkjunum þar sam mats- atriði væri hvort hann hefði ekki gerzt sek- ur um landráð með því að senda Picasso skeytið. Jafnframt krafðist einn af fulltrúa- deildarmönnum demókrata, John Rankin, þess að Chaplín yrði vísað úr landi, þar sem hann hefði neitað að gerast bandarískur borgari og af því að hneykslanlegt einkalíf hans græfi undan siðferðinu um gervöll Bandaríkin. Ekki leið á löngu þar til tilgangurinn hirtist með ofsóknunum gegn „tímenning- unum frá Hollywood" og árásunum á Chap- lín, þegar hafin var fjöldaframleiðsla á stríðsmyndum og „andrauðum" áróðurs- myndum. Wall Street ætlaði að húa al- menningsálitið í Bandaríkjunum og um heim allan undir „World War III“. Síauk- in hervæðing og hernaðaraðgerðir áttu að fylgja í kjölfar þessarar „stefnubreytingar" í stjórnmálum fyrstu áranna eftir stríðið. Þegar rætt var um það 1949 að kalla Chaplín fyrir óamerísku nefndina, skildi liann til hlílar hið raunverulega tilefni þeirra árása sem liann varð fyrir. Hann sendi Parnell Thomas (sem skömmu síðar var dæmdiir fyrir fjársvik) svohljóðandi skeyti: Mér skilst af opinberum ummælum ySar aS þér œtliS aS kalla mig fyrir nefnd ySar í september 1949. Sagt er aS þér ætliS aS spyra mig aS því hvort ég sé kommúnisti. Þá spurningu liefSuS þér getaS lagt fyrir 287
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.